Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 17

Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 17
HEIMILI OG SKÓLI 133 Einvaldsherrann Hitler hefur vafa- lanst verið vitsmunamaður með rækt- að og þjálfað viljalíf. En á hinu leik- ur meiri vafi að tilfinningalíf hans hafi verði ræktað. Því varð það hlut- skipti hans að skilja heiminum eftir ægilegt hrun og hyldjúpa ógæfu. Hitt dæmið er Abraham Lincoln Banda- ríkjaforseti. Hann bjó yfir þaulrækt- uðu tilfinningalífi, sem stutt var af sterkri guðstrú. Þótt það yrði einnig hlutskipti hans að eiga í styrjöld, var öll hans ævi og saga þannig, að af henni stendur enn í dag birta og hlýja. Það er kannski einhver mesta ógæfa okkar aldar, að við vanmetum tilfinn- ingalífið og viljum lielzt ekkert til þess sækja. Við erum yfirleitt feimin við allar tilfinningar, og íslendingar ern þar engin undantekning. Við er- um feimin við allt, sem snertir okkar innri mann, og þvi einnig fáfróðir. Það er ekki tízka, ekki í lífsstíl okkar aldar að spyrja tilfinningarnar ráða. Ég held meira að segja að við skömmumst okk- ar fyrir að láta í ljós hrifningu. Þar þarf mikið til. En allt þetta gerir lífið óþarflega kuldalegt. Miklu kuldalegra en efni standa til. Þess vegna sjáum við aldrei neinn lífsfögnuð, fögnuð yfir því að vera til. Við ættum, ef allt væri með felldu, að finna gleðina alls staðar og vera alltaf að hlakka til ein- hvers. Það kunna að vera hrakspár, en ég efast um, að nokkurn tíma hafi verið fleiri menn — í hinum menntaða heirni, sem ekki hlakka til neins, þykir ekki vænt um neitt, hefur ekki brenn- andi áhuga á neinu. Þessi innri tóm- leiki er ógæfa í sjálfu sér, en hann er einnia: rót enn meiri ógæfu. Margt bendir til, að flestöll afbrot, að minnsta kosti afbrot unglinga,eigi ræt- ur sínar að rekja til truflana á tilfinn- ingalífinu — geðheilsunni. Það er því beinlínis verið að koma í veg fyrir af- brot og afbrotahneigð með því að rækta tilfinningalífið og halda vörð um geðheilsuna. Þá veltur ekki minna á því, hvernig samfélagið bregzt við hinu fyrsta broti. Maður, sem veikist, er lagður í sjúkra- hús. Eitthvað svipað þyrfti að gera við unglinginn, er hann brýtur af sér í fyrsta sinn. Þarna er oft um það að ræða, hvort unglingurinn tekur já- kvæða afstöðu til þjóðfélagsins eða verður óvinur þess. Enn hefur ekki verið minnzt á þann þátt tilfinningalífsins, sem kannski er öllum öðrum þáttum þess mikilvæg- ari. Ég á hér við trúarþelið. Og vilji foreldrar og skólar leggja grundvöll að heilbrigðu tilfinningauppeldi, og það vilja auðvitað allir, ættu þeir að byrja á því þegar í fyrstu bernsku að leggja grundvöll að trúaruppeldi bama sinna. Heilbrigt tilfinningalíf verður varla byggt á annarri traustari undir- stÖðu. Og börn, sem fara á mis við þennan trúarlega grundvöll, fara mikils á mis. Ég fullyrði ekkert, en ég óttast, að á okkar miklu hraða, anna og efnishyggjuöld, sé þessi þáttur ekki ræktur sem skyldi. Og ekki er ótrú- legt, að einmitt þar sé að leita orsaka ýmissa þeirra vandræða og vankanta samtíðarinnar, sem við erum að glíma við í dag, oft með litlum árangri að því er virðist. í lotningunni fyrir einhverju, sem er æðra en við sjálf, liggur kjölfesta

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.