Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 21
heimili og skóli 137 A ginn og sam Eftir Áse Grucle Skard. félagih Grein þessi er tekin úr bókarkorni, sem nefnist Disiplin i heimen (Aginn í heimilun- um). — Ritstj. Samfélagsformin, hver sem þau eru, hafa tilhneiging til að leita inn á við og speglast í heimilum og skólum. Hinar almennu skoðanir á gildi ntannsins, samband þeirra innbyrðis og hugsjónir, vilja menn gjarnan taka með sér inn í heimilin, og þær venjur, sem þar eru upp teknar, eru venjulega svipaðs eðlis og þær, sem ríkja í þjóð- félaginu sjálfu. Hins vegar rnótast svo börnin og unglingarnir af þeim sið- venjum, sem ráða í heimilinu og taka þær síðan með sér út í þjóðfélagið aft- ur. Með þessurn liætti verður sífellt sam- spil á milli hins litla ríkis, heimilisins, og hins stóra þjóðfélags, sem þjóðin hefur mótað í heild. A meðan samféfagið er traust og tekur litlum breytingum, er þessi sam- vinna auðveld og einföld. Á meðan foreldrarnir geta öruggir haldið áfram með að ala börn sín upp nákvæmlega eins og þeir voru sjálfir aldir upp, og eins og allir aðrir í þjóðfélaginu ala sín börn upp, þykir þeim sem allt sé öruggt og uppeldisvandamálin ekki önnur en þau, sem einstaka afbrigði- ieg börn valda. En þegar mikil bylting verður í ein- hverju þjóðfélagi, fer vandinn að auk- ast. Margir foreldrar, sem nú á dögum finna til öryggisleysis í uppeldi barna sinna, vilja líta svo á, að barnasálar- fræðin hafi ruglað þá í ríminu. Og í raun og veru eru aðstæðurnar orðnar nokkuð flóknar. Meðal annars vegna þess að við lifum í þjóðfélagi, þar sem ein kynslóðin getur ekki tekið við af annarri eða byggt á reynslu hennar. Hér er einnig sambandið á milli full- orðinna og barna að breytast, og einn- ig kröfurnar, sem gerðar eru til barn- anna. Við stöndum mitt í þeirri byltingu, og þá einkum á sviði iðnvæðingarinn- ar, sem er með allt öðrum hætti en áður. Við erum að breytast úr bænda- og sveitasamfélagi í iðnaðar- og verzl- unarsamfélag, sem eingöngu býr í bæj- um og borgum. betta hefur í för með sér mikla þjóðflutninga. Ólafur og Kara, sem fluttust til borgarinnar frá afskekktu fjallabýli, eiga nú að ala ltcirnin sín upp í lítilli íbúð á fimmtu hæð meðal annarra manna, sem þau þekkja ekki neitt og í allt öðru menn- ingarumhverfi, sem ekki er þeirra. Vélvæðingin og tæknin kollvarpa öllu okkar fyrra lífi. Dráttarvélin kemur í stað hestsins. Þetta útheimtir ekki að- eins aðrar vinnuaðferðir hjá föðurn- um, það hverfur eitthvað úr lífi barns- ins, eitthvað hlýtt og lifandi Og Þor- björn vorra daga kemur á kvöldin á mótorhjóli á stöðulinn með mjalta- konuna í aftursætinu. Þau mjólka og moka flórinn í snatri, svo að þau nái í næsta kvikmyndahús niðri í sveit-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.