Heimili og skóli - 01.12.1961, Síða 22

Heimili og skóli - 01.12.1961, Síða 22
138 HEIMILI OG SKÓLI inni. Áður kom Þorbjörn gangandi upp í selið til Sunnevu, sem beið með rjómagrautinn. Rafmagnsljósin lýsa nú veginn, sem fyrir nokkrum árum var hulinn leyndardómsfullu myrkri. Kynslóðin í dag býr við hættur og ótta, sem fyrri kynslóðir þekktu ekki. Það er að vísu satt, að við óttumst nú ekki lengur þrumur og eldingar, en við höfum fengið atómsprengjuna í staðinn, hún hangir yfir höfðum okk- ar með allan sinn gereyðingarmátt. Sprengjuflugvélamar fljúga yfir fjöll og heiðar og sumar hrapa niður. Blöð- in fylla heiminn með frásögnum af „köldu stríði“ og lífshættulegir bílar æða um þjóðvegina. Á sama tíma höfum við búið við aukinn jöfnuð og lýðræði í þjóðfékag- inu. Lífskjör hafa stórbatnað, sérstak- lega í hinum fátækari þjóðfélagsstétt- um, og það í svo ríkum mæli, að bilið á milli þeirra og hinna betur settu hef- ur minnkað verulega. Alls konar fé- lagasambönd gera fleiri og fleiri menn virka samfélagsborgara. Hraðinn og vélvæðingin knýja einstaklingana til meiri og meiri þátttöku og frum- kvæðis á hinum almenna vettvangi. Jafnvel sjálf mannshugsjónin er í deiglunni. Kannski gleymum við í öllum þessum hraða sjálfri ábyrgðar- tilfinningunni, sem verður að vera sterk í lýðræðisþjóðfélagi, já, alveg sérstaklega þar. Nýjar uppgötvanir, nýjar hættur. Allar þeissar uppgötvanir verða al- menninffseion með öðrum hætti en o O áður. Blöðin og útvarpið sjá fyrir því. Kvikmyndimar sýna þorra þjóðarinn- ar nýja lífshætti og nýjan lífsstíl.Og nú lesa menn miklu meira en fyrir fáein- um árum. En hvað les fólkið? Fyrst og fremst öll „blöðin", „Alle kvinners blad“ til Vill Vest og Roy Rogers, og þessar bókmenntir eru ekki þær lík- legustu til að hjálpa verulega til að samhæfast nýjum þjóðfélagsháttum. Breytt viðhorf í atvinnuháttum og meira lýðræði breytir einnig aðstæð- unum í heimilunum. Það er ekki jafn sjálfsagður hlutur, að faðirinn eða móðirin vinni heima nú, eins og þegar þau bjuggu á sveitabæ, að minnsta kosti ekki faðirinn, og kannski ekki heldur móðirin. Af þeim ástæðum geta þau verið meiri hluta dagsins að heiman, kannski langt frá heimili sínu. Og nú er það heldur ekki jafn- sjálfsagt og áður að börnin taki þátt í starfi foreldra sinna. Hlutverk kon- unnar í samfélaginu er nú mjög á reiki, og allt annað en áður. Á borg- arheimili eru jafnvel störfin orðin allt önnur, með tilkomu heimilisvéla, og nú hverfa vinnukonumar af þeim heimilum, sem áður töldu sjálfsagt að kaupa húshjálp. Svipaða sögu er að segja frá öllum stéttum þjóðfélagsins, en auk heimilisvélanna, sem halda inn- reið sína, er önnur ástæða fyrir því, að vinnukonurnar hverfa, en hún er sú, að börnum fer sífækkandi á heimil- unum. Nú eru hin stóru barnaheimili orðin sjaldgæf. í borgunum bæta menn sér þetta upp, ef svo mætti að orði kveða, með barnagörðum, en það samfélag er utan við heimilin, sem börnin eru frá. Þær kröfur, sem við gerum til barns um hlýðni, og á hvern hátt það á að vera hlýðið, hljóta að verða allt aðrar í þessu nýja samfélagi en hinu gamla. Jafnvel hið eldgamla vandamál

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.