Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 23

Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 23
HEIMILI OG SKÓLI 139 Sparifjársöfnun skól abarna 1960—61 Ársskýrsla Tilraun var gerð í vetur með út- gáfu vinnubókarblaða kennurum til stuðnings í þeirri grein átthagafræð- innar, sem tengdust er markmiði sparifjársöfnunar skólabarna. Of snemmt er að spá um árangur eða framhald þessarar tilraunar. Þá hefur verið settur íslenzkur texti við filmu, sem keypt var í fyrra frá Sparfrámjandet í Svíþjóð, Klaus kláttermus í knipa eftir Thorbjörn Egnér (Ivo Caprinofilm). Þetta er skemmtileg leikbrúðumynd um dýrin í skóginum, m. a. Kláus klifurmús, sem kemst áþreifanlega að raun um, að það getur komið sér vel að leggja til hliðar, þegar vel gengur, og sóa ekki öllu jafnharðan í gómsætar kökur. Til þessa verks var notið aðstoðar leik- aranna Steindórs Hjörleifssonar, Kristínar Önnu Þórarinsdóttur og Knúts Magnússonar, ennfremur Ós- valds Knudsens og Jóhanns V. Sigur- jónssonar, sem framkvæmdu upptök- una. Væntanlega gefst skólabömum kost- ur á að sjá þessa skemmtilegu kvik- mynd, sem jafnframt á að geta verið aginn, verður að skoðast í öðru ljósi en áður. Við getum ekki alið börn vor upp, eins og allt umhverfi væri óum- breytanlegt, þegar við búum í veröld, sem er önnur í dag en hún var í gær. Við minnumst hans gamla Brúns, sem nam staðar með alla fætur skakka, er hann sá barn liggja á veginum. Við getum ekki búizt við hinu sama af bifreið eða dráttarvél, jafnvel þó að þeim sé stjórnað af mönnum. Barn verður að vaxa upp í ótta við rafmagnstæki og margbrotnar vélar, þangað' til það hefur náð valdi á slík- um fyrirbrigðum. Annars vegar verð- um við að hjálpa barninu til að vaxa upp í trausti, sjálfstrausti og vilja til samvinnu í samfélagi, sem ekki á að beygja sig fyrir skipulögðu einræði, heldur lifa við vaxandi lýðræði. Börn- in eiga að læra að vera virkir einstak- lingar, sem kunna að stjórna sér, en temja sér þó ekki sjálfræði. Þau eiga að temja sér hugkvæmni og að eiga frum- kvæði, en bera þó í brjósti ríka ábyrgð- artilfinningu. Þetta er ekkert létt hlut- verk fyrir heimili og skóla. Það er engin furða, þó margir finni til öryggisleysis, séu hikandi og fálm- andi frammi fyrir uppeldis- og aga- hlutverkinu í dag. Þjóðfélagið er að taka sífelldum stakkaskiptum. Jafnvel mannshugsjónin tekur breytingum, og sjálfir eiga hinir ungu foreldrar að samhæfa sig lífi og lífsháttum, er þeir hafa ekki tileinkað sér, og aðstæðum, sem eru þeim hálft í hvoru framandi. Þeim er það fyllilega ljóst, að það gilda ekki sömu reglur nú um upp- eldi og aga, sem þeir höfðu vanizt í sínu ungdæmi. En hvað þá? H. J. M. þýddi.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.