Ólavsökan - 01.07.1943, Page 3

Ólavsökan - 01.07.1943, Page 3
Gísli Sveinsson, forseti Alþingis: Ávarp til Fœreyinga Varla nokkur fslendingur hefir nokkurn tíma fæðzt og komizt á legg, svo að eigi hafi hann heyrt Færeyjar nefndar og komizt á einn eða annan hátt í nokkurs konar kynni við Færey- inga, þótt honum hafi aldrei auðnazt að stíga þar fæti á land eða augum líta nokkurn frá þeirri þjóð. Svo öruggt hefir minningasam- bandið verið milli vor og þeirra frá öndverðu. Veldur þessu margt, þótt eigi verði nema á lítið drepið hér. Færeyingar eru sömu ættar og vér fslending- ar, að mestu leyti af ósviknu norrænu bergi brotnir. Er og eigi vafi á því, að Færeyjar byggðust frá Norðurlöndum, ogþáhelzt frá Nor- egi, svo sem sagnir herma, enda lágu þær næst við og bezt, er ferðazt var á hafið út til vesturs þaðan. En í alfaraleið íslendinga síðar virðast þær eigi hafa verið, ef miðað er við utanfarir manna héðan fyrrum. Þeir kappkostuðu að kom- ast til höfuðlanda, þar sem ríkir höfðingjar réðu, eins og kunnugt er. Mun svo einnig hafa verið um Færeyinga; upprennandi menn meðal þeirra leituðu fjár og frama með stærri þ.jóð- um, og verður sá háttur á enn í dag með smá- þjóðum. En eins og segja má um Norðurlandaþjóð- irnar yfirleitt, er Færeyingum eins og þeim sameigin arfur borinn í sögunum, þ.e. hinum ís- lenzku sögum, hvort sem eru fslendingasögur eða Noregskonungasögur, og meðal þeirra má telja Færeyingasögu. í þessum heimildum eru sögupersónur að mestu leyti sameiginlegir „heimamenn" allra þessara þjóða, að vísu með séreinkennum, er brátt virðast hafa þróazt af ástæðum í hverju landinu um sig. Á sama heim- ilinu er fólkið einmg tíóast, eins og menn þekkja, nokkuð mismunandi, og eins í sama landinu. Sérstök mannsmót (,,typur“) koma fram hjá hverri Norðuriandaþjóð, og greina sögur að líkindum rétt um það. Svo var og með Færeyingum (t. d. Þrándur í Götu o. f 1.). Að öðru leyti svipar öllum saman um margt, ekki hvað sízt, er í mannraunir rekur. Menn „kepptu“ þá að því að verða ,,kappar“, alveg eins og framgjarnir unglingar alla daga sækj- ast eftir að verða gildari menn og geta sér orð- stír. í sögunum, sem segja mátti að hvert manns- barn á íslandi fengi einhverntíma a. m. k. eitt- hvert veður af, þótt misjafnt væri á tímabil- um, héldu menn áfram að „kynnast" Færeying- um, þótt gamlir samfundir, sem áttu sér stað utan lands áður, væru undir lok liðnir. En tímarnir líða. Og þótt leið íslendinga lægi ekki um Færeyjar, urðu Færeyingar eigi ótíðir gestir hér við land, á sumum stöðum og viss- um tímum ársins, er þeir leituðu fanga á ís- landsmiðum eða 1 Norðurhöfum. Könnuðust þá hvorir við aðra, þótt skrykkjótt gæti gengið kunningsskapurinn á stundum, eins og reyndar einnig hefir átt sér stað við frændur vora Norð- menn. En um frændsemina vissu báðir aðilar: þjóö- ernið sagði til sín og tungan gerði öll samskipti auðveldari. En það er einmitt þetta þrennt, og allt það, er þar af leiðir í baráttu fyrir lífi og velferð, sem minningarnar eru bundnar við, því að þetta er það, sem mestu máli skiptir milli ís- lendinga og Færeyinga enn í dag. Og það verð- ur áreiðanlega báðum fyrir beztu, að það glæð- ist fremur en réni á komandi tímum. Á Lífsbaráttan, baráttan fyrir verndun þjóð- legra verðmæta og sjálfstæði síns iands, hefir verið og verður sameiginleg þessum þjóðum tveim, íslendingum og Færeyingum. Þar gildir þeim báðum jafnt, orðið: Að vera eða ekki vera. Vér erum lítil þjóð, íslendingar, á stærðarmæli- ÓLAVS0KAN 3

x

Ólavsökan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.