Ólavsökan

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ólavsökan - 01.07.1943, Qupperneq 7

Ólavsökan - 01.07.1943, Qupperneq 7
Kynni niíii af Færeyjnm og Færeyingum Vinnulúnir menn af litlum skipum, 1 bláum peysum, röltandi hér um göturnar einu sinni eða tvisvar á ári höfðu orðið þess valdandi, að ég gerði mér mjög rangar hugmyndir um Fær- eyinga. Ég hélt, að einangrun hefði gert þá daufgerða og þunglamalega og að þjóðlíf þeirra iiefði gefið þeim sama svip og ég þóttist sjá á þessum kunningjum mínum. En mér sannaðist áþreifanlega sanngildi máls- háttarins: Enginn veit hvað undir annars stakki býr. Furðúlegt hvað fyrsta hugmyndin getur loðað lengi í manni, jafnvel þótt manni gefist kostur á að kynna sér hlutina með lestri bóka og blaða. Eg kom fyrsta sinn til Færeyja á björtu júní- kvöldi. Eyjarnar heilsuðu okkur háar, bratt- ar og grænar og Færeyingar á smábátum, syngjandi kringum farþegaskipið undurfagurt lag, sem ég kannaðist ekki við þá, en hafði sjálf- an fögnuðinn í sér fólginn. Þeir fóra hringinn í kringum skipið, ungir og glaðir — með fána á stöngum. Þeir sungu þjóðsöng sinn: „Tú alfagra land mítt, mín dýrasta ógn“. Og þó að ég sé ekki lagviss maður, lærði ég það undir eins, og fá lög fer ég oftar með. Síðar kynntist ég Fær- eyingum heima hjá sér. Og þeir eru góðir heim að sækja í orðsins beztu merkingu. Heimilis. menning þeirra er meiri en okkar íslendinga, að minnsta kosti kom það mér þannig fyrir sjónir við heimsóknir á heimili, bæði ríkra og fátækra í þremur stærstu byggðun- um: Þórshöfn, Þvereyri og Vog. Og Færeying- ar eru gleðimenn, jafnt ungir sem gamlir, gamla húsfreyjan sem ungi sonurinn. Og þeir hafa tileinkað sér sambúðarvenjur, sem þóttu beztar hjá okkur í gam!la daga: samhyggðina, samhjálpina. Þeir hafa sett sér reglur, sem hver maður verður að uppfylla, sem vill telj- ast forsjáll maður. Það kom mér á óvart, þeg- Fimm ísleitdingar og einn Fœreg- ingur á Ólafsvöku í Þórshöfn. Ef til vill berum viö kennsl á einhvern. ÖLAVS0KAN 7

x

Ólavsökan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.