Ólavsökan - 01.07.1943, Síða 8
ar eitt af skáldum Færeyinga sagði mér, að
þar væri ekki talið forsvaranlegt af ungum
manni að stofna heimili fyrr en hann hefði
eignazt þak yfir höfuðið.
Við höfum á síðustu árum nokkuð fengið að
kynnast bókmenntum Færeyinga. Þessi úrtök
úr bókmenntum þeirra hafa fært okkur heim
sanninn um það, hvað lítið þjóðfélag getur af-
rekað. Þó eigum við eftir að kynnast því enn
betur, því að fleiri færeyskar bækur munu
koma út hér innan skamms.
Erlendur maður spurði mig nýlega, hvar ég
hefði séð mesta fegurð. „Við Norðurland,“
svaraði ég, „en næst við Trongisvág í Færeyj-
um að kvöldi til“. Þar sá ég svo mikla og ljúfa
fegurð, að ég stóð heillaður.
Við erum náfrændur Færeyingar og ís.
lendingar. Við íslenlingar höfum verið of
tómlátir um kjör þessara frænda okkar. Hinir
smáu verða sterkir, þegar þeir standa saman.
Það ættum við Islendingar að skilja.
Nú steðjar mikil hætta að Færeyingum. Eg
vænti þess að þeim takist að vernda þjóð sína
í því flóði, sem nú æðir yfir eyjarnar þeirra.
Eg vænti þess, að eðli og þróttur Þrándar í Götu
lifi enn með þeim. Eg þekki nokkra Færey-
ínga, og það gefur mér trú á, að þeim takist
að sigra í sínu stríði.
Vilhj. S. Vilhjálmsson,
blaðamaður.
Höviskir sveinar stígi á gólv um tíma.
Færeyskt viðurlag.
Sumarið 1928 dvaldist ég nálægt þriggja
vikna tíma í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja,
vegna kennaranámskeiðs, sem haldið var þá,
eins og venja hefir verið þar um alllangt skeið.
Þegar við varð komið, fengu færeysku kennar-
arnir um margra ára bil mann héðan frá ís-
landi til þess að kenna íslenzku á námskeiðum
þeirra, og varð ég þetta ár fyrir valinu.
Eg á margar góðar endurminningar frá þessu
stutta tímabili, sem eg var í Þórshöfn, og för
mín var á ýmsan hátt fróðleg og lærdómsrík
fyrir mig. Sannast að segja vissi eg nauðalítið
8
um Færeyjar fram yfir það, sem sagt var með
fáeinum línum í landafræðinni, sem við lásum
í skólanum, — og svo hafði eg oft séð fær-
eyska sjómenn á götum Reykjavíkur á vorin,
en engum þeirra kynnzt. Eg hygg, að sama
muni flestir Islendingar hafa getað sagt um
kynni sín af Færeyjum og þjóðinni, sem þar
býr, enda þótt þar eigi í hlut næstu nágrannar
okkar og frændur, sem átt hafa að ýmsu leyti
líka sögu og við, — fámenn eyjaþjóð undir er-
lendu oki. En fyrir mér varð sjón sögu ríkari.
Eg sá háar og sæbrattar eyjar og fjöll Færeyja
rísa úr hafi, og ef eg hefði ekki verið að koma
að heiman, hefði mér fundizt eg vera að koma
heim. Landslagið minnir svo mikið á ísland,
veðrátta og gróðurfar einnig, svipur og yfir-
bragð lands og sjávar allt einnar veru. En dvöl
mín þar, það, sem ég heyrði og sá, og kynni mín
af fólkinu eru mér þó enn hugstæðari, og árum
saman og enn í dag ómar fyrir vitund minni
hinn háttbundni kliður og einkennilega töfr-
andi seiður færeyskra þjóðkvæða, sem voru
sungin við dans um alla Þórshöfn á Ólafsvök-
unni.
Já, eg var svo heppinn að vera þátttakandi í
færeyskri Ólafsvöku í heimalandi hennar. Þá
sá ég það, að Færeyingar kunna að halda hátíð
og eiga hátíðadag, sem þjóðin öll sameinast um.
Allir, sem vettlingi gátu valdið, karlar og kon-
ur, ungir og gamlir, komu úr öllum áttum til
Þórshafnar, norðan úr Norðureyjum, sunnan úr
Suðurey og alla vega þar á milli, á bátum sínum
og ferjum, svo sem eins og allir væru í einni
mikilli kaupstaðarferð. Þórshöfn eins og þand-
ist út og varð að stærðar borg, og göturnar
fylltust af fólki. Flestir karlmenn báru þjóð-
búninga sína, — efalaust allir, sem áttu þá. Um
kvöldið var hvert samkomuhús fyllt. Og aðal-
skemmtunin var dans, færeyskir þjóðdansar,
sem Færeyingar einir allra Norðurlandaþjóða
hafa varðveitt framan úr öldum, og allir sungu
undir hin gömlu danskvæði, sem mörg hver eru
einnig varðveitt um aldir á vörum þjóðarinnar,
— löng söguleg kvæði um ástir og hetjudáðir
löngu horfinna kynslóða, samhæfð við það ein-
kennilega hljóðfall, sem dansinum hentar, seið-
andi þjóðlög, sem Færeyingar einir kunna.
Mér varð hálfþungt um hjartað þarna inni í
stóra samkomuhúsinu í Þórshöfn. Gólfið dundi
undir taktföstu fótataki hundraða manna og
kvenna í hringiðu dansins. Loftið titraði af
ÓLAVS0KAN