Ólavsökan - 01.07.1943, Side 10
að þessar fallegu myndir gætu alls ekki verið
frá Þórshöfn, því að svo yndislegir staðir væru
þar ekki til.
Sannleikurinn er samt sá, að í Þórshöfn og
nágrenni hennar eru margir unaðslegir blettir,
trjágarðar með stórum trjám og fögrum blóm-
um, að ógleymdum skemmtigarðinum, með öll-
um sínum mikla gróðri og fögru tjörnum með
syndandi svönum.
Þekking okkar íslendinga á Færeyjum er
lítil. En allir þeir, sem nokkuð dvelja þar, vita
hvað unaðslegt er þar á sumrin. Lögreglustjór-
inn, sem ég bjó hjá og var danskur maður, sagði
við mig, að Færeyjar væri yndislegasti staður-
inn á jörðunni. Hann kunni sannarlega að meta
fegurð eyjanna.
íslendingar ættu, að ófriðnum loknum, að
fara í sumarleyfum sínum til Færeyja og kynn-
ast landi og þjóð. Það mundi enginn sjá eftir
slíku.
Eg hefi nú getið um eyjarnar sjálfar, en
hvernig er með sálina — fólkið, sem þarna
býr? Þjóðin er eins og eyjarnar á fögrum sum-
ardegi, brosandi, vingjarnleg og í fáum orðum
sagt elskulegt fólk. Og gagnvart okkur íslend-
ingum var eins og Færeyingar ættu í okkur
hvert bein.
Eg vil svo enda þessar fáu línur með einu er-
indi færeyska skáldsins Fr. Petersen og tek
undir hvert orð með honum:
„Og tá ið veðrið tað er gott
um summardag,
og havið er so silvurblátt
um sólarlag,
og spegilklárt og deyðastilt
og himmalreint —
tað er ein sjón, eg veit tú vilt
væl gloyma seint . .. . “
Erlendur Pétursson forstjóri..
Knattspyrnuliö ár K. R. og Tvör-
oyra boltfelag (T. II.). — íþróttirn-
ar tengja frœndþjóöirnar saman..
10
ÓLAVS0KAN