Ólavsökan - 01.07.1943, Qupperneq 14
Sigurður Thorlacius, skólastjóri:
Minningarorð um Aðalstein Sigmundsson.
Aðalsteinn Sigmundsson er fæddur í Árbót
í Aðialdal 10. júlí 1897, dáinn 16. apríl 1943.
Hann er kominn af traustu og velgefnu bænda-
fólki. Hálfbróðir hans, Steingrímur í Nesi Bald-
vinsson, er gáfaður, sjálfmenntaður bóndi og
skáld gott. Guðmundur Magnússon (Jón
Trausti), rithöfundurinn þjóðkunni, var ná-
frændi Aðalsteins.
Ungur lærði Aðalsteinn prentiðn og gerðist
prentari. Kennarapróf tók hann við Kennnara-
slíóla íslands 1919. Sama ár varð hann skóla-
stjóri á Eyrarbakka, þorpi á Suðurlandi. Kenn-
ari við Austurbæj arskólann í Reykjavík frá
1930. Hann var kunnur skátaforingi og í-
þróttafrömuðfur. Um langt skeið var hann for-
maður Ungmennasambands Islands og ritstjóri
Skinfaxa, tímarits ungmennafélaganna. Hann
átti um mörg ár sæti í stjórn Sambands ís-
lenzkra barnakennara, og var formaður þess,
er hann dó. Síðastliðið haust var hann skipaður
námstjóri fyrir Vesturland. Þá var Aðalstenn
kunnur fyrir ritstörf, frumsamdi og þýddi marg-
ar bækur. Meðal þýðinga hans eru „Far ver-
öld þinn veg“, eftir Jörgen Franz Jacobsen, og
„Feðgar á ferð“, eftir Hedin Brú. Og í hand-
riti „Nóatún“, eftir Vilhelm Heinesen, og
„Færeyjar, land og þjóð“, Jörgen Franz Jacob-
sen. — Svo sem sjá má af yfirliti þessu, sem
þó er ekki tæmandi,gegndi Aðalsteinn Sig-
mundsson margvíslegum störfum og naut mik-
ils trausts. Hitt var þó miklu meira um vert,
hversu heilsteyptur, fórnfús og áhrifamikill
hann var í starfi sínu.
I umsvifamiklum og margbreytilegum
starfsferli Aðalsteins Sigmundssonar, var aug.
Ijóst innra samhengi. Hann var í öllu sínu
starfi, allri sinni sjálfboðavinnu, fulltrúi æsk-
unnar, fulltrúi framfara og þroska, vormaður-
inn, sem fagnar gróandi lífi og ber meiri um-
hyggju og virðingu fyrir nýgræðingnum, sem
milli vonar og ótta skýtur grænum kollinum
upp úr grassverðinum en fauskinum, sem með
steigurlæti lítur niður á maðkana í móður-
moJd sinni og varpar skugga á ungsprotana,
er leita Ijóssins fyrir neðan hann.
Margur er skáld, þótt hann yrki ekki, segir
íslenzkt máltæki. Aðalsteinn orti lítt í bundnu
máli og gat þó vel brugðið því fyrir sig. En
hann var kennari, æskulýðsleiðtogi og skáld alt
í senn og óaðskiljanlega.
Það er alkunnugt á íslandi og í Færeyjum,
hversu gagnmerkur kennari Aðalsteinn var.
Ilann var brautryðjandi í barnakennslu. Fóru
saman miklir hæfileikar, þekking og tækni.
Kom allt þetta glögglega fram í skólasýning-
um hans, sem fjöldi fólks dáðist að, enda var
hahn fenginn til þess að halda námskeið fyrir
kennara, meðal annars einu sinni í Færeyjum.
I þessu sambandi er vert að nefna skólaferð
Aðalsteins til Færeyja sumarið 1933, er hann
fór með drengjabekk sinn, 8. A, úr Austurbæj-
arskólanum. Allir drengir bekkjarins, 23 að
tölu, og fimm drengir aðrir voru með í förinni.
Þessi ferð er eitt dæmi af mörgum um viðhorf
Aðalsteins ti'l Færeyja, og hún sýnir líka á-
þreifanlega, hversu vinamargur hann var með-
al Færeyinga, því án frábærrar fyrirgreiðslu
þeirra og gestrisni, hefði ferðin ekki orðið það,
sem hún varð. En Færeyjaför 8. A er merk
fyrir annarra hluta sakir. Hún er eflaust ein
merkasta kennslufræðileg tilraun, sem gerð
hefir verið á Islandi, og markar, í vissum skiln-
ingi, tímamót í íslenzkri skólasögu. Til þess að
skilja þetta verður að vita um undirbúning far-
arinnar, starfið eftir á og áhrifin á drengina,
t. d. félagslíf þeirra og samhéldni. Þessu máli
hefur ekki enn verið sá gaumur gefinn, sem
vert er og síðar mun verða.
Einn ríkasti þátturinn í fari Aðalsteins Sig-
mundssonar, sem glögglega birtist í ritverkum
14
ÖLAVS0KAN