Ólavsökan - 01.07.1943, Page 24

Ólavsökan - 01.07.1943, Page 24
Hví eru ekki allar færeyskar bækur, sem út koma, tif sýnis og sölu í bókabúöum Reylcja- víkur? Hví fara ekki íslenzkir og færeyskir mennta- menn og listamenn kynnisf erðir milli landanna oftar en verið hefir, að minnsta kosti á frið- artvnmm ? Svarið er ofur einfalt: Við höfum verið á- hugalitlir um Færeyjar af nákvæmlega sömu ástæðu og stórþjóðirnar hafa stundum verið á- hugalitlir um ísland. — Við vitum ofurvel nú orðið, hvaða þýðingu þáð hefir fyrir sjálfa okk- ur, að mætir menn meðal annarra þjóða hafa fengið skilning á högum okkar og menningar- starfi. En þeir, sem raunverulega hafa dugað okkur bezt, eru ekki þeir, sem horfa á Island í blámóðu fornaldarinnar og fáfræði, heldur hinir, sem raunverulega afla sér þekkingar á landinu og fólkinu, eins og það er, og því, sem afrekað hefir verið á liðnum öldum. Það fer hrollur um okkur, þegar við í öðrum löndum hittum fólk, sem heSdur að við gerum aldrei neitt annað en að sitja lon og don við eldinn og lesa sögur, nema við og við, þegar við „róum kringum hólmann í tunglsljósi“. Og það er álíka ömurlegt að hitta fólk úr næstu löndum, sem ekkert veit um okkur annáð en það, að við veiðum fisk. En hvað skyldi stórþjóðirnar varða um Is- land? Og hvað skyldi þá stórþjóðina Islendinga, varða um Færeyjar? Nægir okkur ekki að horfa á þær í rómantískri móðu yzt við sjóndeildar- hringinn? Við erum þeirrar skoðunar, að jafnvel stór- þjóðirnar geti haft gagn af því að kynnast ís- lenzkri menningu, tungu og bókmenntum. Á sama hátt er okkur gróði að því að tengja með raunhæfri þekkingu bilið milli sundurlausra og óljósra mynda, — og þökk sé þeim mönnum, sem að því hafa unnið fram að þessu. Hitt skulum við láta liggja á milli hluta, hvort við getum orðið Færeyingum að veru- íegu liði.Sennilega getur þó alltaf orðið um þann stuðning að ræða, sem sérhver smáþjóð finnur gegnum viðurkenningu stærri þjóðar. Og gagnvart Færeyingum er um við raunar stór- þjóð. Ef til vill sýnir viðhorf okkar til Færey- inga bezt, hversu við metum stuðning annara stærri þjóða við okkur. Með því sýnum við heiminum, hvernig við mundum breyta, ef við værum raunverulega stórþjóð. Það er góðs viti, að þettta Ólavsvökuhefti er gefið út á íslenzku og færeysku. Til hamingju með hátíð yðar, Færeyingar! Kirkjuvogur í Fœreyjum. 24 ÓLAVS0KAN

x

Ólavsökan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.