Húnvetningur - 01.06.1944, Síða 1

Húnvetningur - 01.06.1944, Síða 1
Hafnarmál Það er langt síðan farið var að vinna að hafnargerð og hafnarbótum hér á landi, þó eflaust megi segja, að mestar og stór- stígastar framfarir í þessa átt hafi orðið nú á hinum síðari árum. Engum getur dulizt, sem um þetta hugs- ar, að það er mikilsvert hagsmunamál á margan hátt, og þægindi fyrir hvert hér- að að hafa aðgang að góðri og öruggri höfn. Skipakomur verða þar fleiri, og öll afgreiðsla þeirra fljótari og ódýrari, flutn- ingsgjöld og vátrygging á ýmsum vörum oft til muna lægri, og upp- og framskipun áhættuminni en á þeim stöðum, þar sem jafnan er undir högg að sækja um þetta atriði. Bættar samgöngur hafa mikil áhrif á alla verzlun og viðskipti. Verzlunin verður mikið örari, fjölbreyttari og betri, bæði hvað snertir innfluttar vörur og útfluttar, á þetta ekki sízt við um framleiðsluvörur bænda, sem margar hverjar þola illa geymslu, svo sem egg, smjör og aðrar mjólkurafurðir, grænmeti o. fl., og þurfa því að komast sem fyrst á markað. Margt fleira mætti nefna af þeim kostum er góðum samgöngum fylgja, en út í það verður ekki farið hér. Það er því sízt að furða, þótt mikið kapp hafi verði á það lagt, að hrinda þessum málum í framkvæmd hér á landi, eins og víðar, enda hefir líka miklu fé og miklu erfiði verið varið í þessu augnamiði, og nú er líka svo komið, að flest héruð landsins eru mjög sæmilega sett, hvað þetta snertir, og sum ágætlega. Á þessu sviði höfum við Húnvetningar orðið mjög á eftir öðrum, hvað snertir hafnarbætur og mannvirki öll í því sam- bandi hér á Blönduósi, enda óneitanlega við ramman reip að draga og slæma að- stöðu, eins og öllum er kunnugt, sem til þekkja. Aftur á móti hefir mikið verið unnið að hafnargerð á Skagaströnd, nú á síðari árum, fyrir ötula forgöngu hafnar- nefndar, og verður maður að vona, að ekki líði á löngu þar til hafskip geti örugg- lega lagzt þar við bryggju, en eins og samgöngumálum öllum er háttað nú, hér hjá okkur, er ekki nema lítill hluti af sýslunni, sem nýtur verulega góðs af þessum framförum. Þrátt fyrir hina slæmu aðstöðu til lend- ingarbóta hér á Blönduósi, virðist það vera hin mesta nauðsyn fyrir sýsluna að hafa þessi mál í svo góðu lagi sem ástæður eru til, og þannig að hægt sé við að una eftir ástæðum, nú fyrst um sinn að minnsta kosti. Auðvitað kostar þetta mikið fé, en ekki dugir að horfa í það, því eigi verður um það deilt, að Blönduósbryggja er ein aðal samgönguæð okkar, sem ekki má stöðvast, og mest allur innflutningur í héraðið og mikið af landbúnaðarvörum, [la'I'IDSBÓKASAFN J\* L56753 "TsLANhS

x

Húnvetningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.