Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 6
6 LÆKNANEMINN líkamans og hefur öll sígild ein- kenni krabbameins og hafði mik- ið verið rannsakað sem slíkt. Það er mjög misalgengt í ólíkum músa- ættum og var krabbatíðnin hæst í ungum, þar sem móðirin var af krabbameinsætt. Hins vegar var sýnt að extrachromosomal „fac- tor“ hlaut einnig að koma til. Árið 1936 sýndi J. J. Bittner fram á að slíkur þáttur barst með móðurmjólkinni. Lét hann mýs af krabbameinsætt í fóstur til músa af stofni með lágri krabbatíðni. Minnkuðu þá krabbatilfellin úr 97,4% niður í 1,9% í tíu ættlið- um. Andervont tókst seinna (1944) að útrýma krabbameini í fimmta ættlið með því að taka ungana með keisaraskurði og fóstra þá hjá músum af krabba- fríum stofni. Hinsvegar óx krabba- tíðnin hjá músum af ætt með lágri tíðni af krabbameini úr 1% upp í 70% er þær voru fóstr- aðar af krabbamúsum. Nú voru eiginleikar þessa þátt- ar í mjólkinni rannsakaðir frekar og virtist hann þá falla undir þá skýringu, sem notuð er yfir veir- ur. Hann fer í gegnum bakteríu- þéttar síur. Hann hefur almenna fysiska eiginleika veira. Hann vekur mótefna myndun sé honum dælt í rottur og kanínur, en það gera þær ekki gegn heilbrigðum músavef. Hins vegar vekur hann litla mótefnamyndun í músinni sjálfri. Mýsnar eru næmastar fyrir veirunni fyrstu daga ævinnar og nægir venjulega 0,1 ml af mjólk til að sýkja næmt dýr. Æxlið kem- ur hins vegar ekki fram fyrr en 10—12 mánuðum seinna. Þangað til virðist músin alheilbrigð, en hinsvegar er hægt að finna veir- una í ýmsum vefjum líkamans og einnig í mjólkinni. Meira af veiru er í músum sem eru mjólkandi í 5—6. skipti, en fyrr á ævinni. Ef dælt er litlum skömmtum í mýsn- ar sýkjast þær ekki en afkomend- urnir í 1. og 2. ættlið. Ekki hefur komið í ljós að smit ætti sér stað, þar sem mýs af næmum stofni hafa umgengist sjúkar mýs. Þegar skoðaðar eru í rafeinda- sjá sneiðar úr músajúgurkrabba- meini sjást tvenns konar agnir. Aðrar um 65—70 m/x á stærð, sjást einkum inn í frumunum, en hinar um 150 m/x utan frumunnar. Er haldið að minni agnirnar séu frum- stig af þeim stærri en þessar rann- sóknir eru enn á byrjunarstigi. Leukemia og polyoma í músum. Hvítblæði er mjög misalgengt í ólíkum músaættum. I sumum sést það aðeins endrum og eins, en í öðrum ættum sýkjast allt að 85% músanna. Hinsvegar má framkalla hvítblæði í hvaða ætt sem er með x-geislum, estrogen hormonum eða vissum krabbavöldum eins og methyl-cholantrene. En hverjir eru hinir eðlilegu krabbavaldar í nátt- úrunni? Sá árgangur sem Ellerman og Bang náðu með hænsnablóðkrabb- ann var vissulega til þess fallinn að hvetja til átaka um að finna or- sakir blóðkrabba í fleiri dýrateg- undum. Allar tiraunir í þá átt mis- heppnuðust þó fram til ársins 1951, er Ludwik Gross tókst með því að nota músarunga, yngri en 12. klst. gamla, að sýkja þá með síund af möluðum líffærum músa með hvítblæði. Einnig tókst hon- um að sýkja músarunga með síund úr fóstrum músa af hvítblæðis ætt. Fengu mýsnar hvítblæði 8— 11 mánuðum eftir ídælingu. Á síðastliðnu hausti skýrir

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.