Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 10
10 LÆKNANEMINN * ilr sögu læknisfræðitnnar. ÆSCULAPIUS. Þegar Hómer var og hét, var Æsculapius, æðsti guð læknis- fræðinnar, aðeins dauðlegur mað- ur, en jafnframt afburðalæknir. Hann mun hafa verið tekinn í guða tölu einhvern tíma milli Trójustríðsins og níundu aldar f. Kr. Goðsögn hermir, að Appollo hafi hrifsað Æsculapius úr móð- urlífi hinnar ótrúu ástkonu sinn- ar, Koronis. Síðar fór Appollo hinn unga guð centaurnum Chironi, sem bjó yfir lækningamætti. (Chiron chirurgeon.) Chiron kenndi Æsculapusi öll sín fræði, og varð snáðinn fljótlega kennara sínum miklu fremri. Svo fær lækn- ir varð Æsculapius, að Seifur varð að Ijósta hann eldingu, svo guðirnir mættu halda mætti sín- um yfir lífi og dauða. Börn Æsculapiusar héldu áfram hinu göfuga starfi föður síns. Telesphoros, sem ætíð birtist í líki vonglaðs drengs, réði bata manna. Panacea, systir hans, þekkti öll lyf jarðar. Hygeia hafði þann vandasama starfa á höndum að gæta snáka þeirra, sem lækninga- kraftaverk fremja. Talið er, að snákurinn hafi ver- ið notaður sem tákn lækninga löngu fyrir daga Æsculapiusar. Skriðdýrin hafa frá alda öðli ver- ið kennd við vizku, og snákurinn, sem skríður upp úr jörðinni með öllum sínum læknisdómum, var löngum talinn búa yfir dularfull- um lækningamætti. Stafur Æscu- lapiusar, umvafinn einum snák, er af fræðimönnum talinn æva- fornt tákn læknastéttarinnar. Víðsvegar um Grikkland voru byggð musteri til dýrðar Æscu- lapiusi, guði hins læksandi mátt- ar. Með tímanum urðu þessi must- corruptus, eður öðru því um líku. Valdamönnum skal eigi móti mæla. Taki þeir ólæknandi krank- leik, skyldi eigi nokkur læknir að nauðsynjalausu gefa sig að þeim. Maður skyldi a. m. k. taka kollega með til ráða, þó svo að það sé lítt menntaður læknir. Launin eru erfitt vandamál. Sé hinn sjúki hirðulaus, skyldi mað- ur seint til hans koma, sér í lagi ef engin hætta er á ferðum, og mun slíkt oft þau áhrif hafa, sem óskað er. Aldrei skyldi læknir krefjast óhæfilega hás gjalds, en heldur eigi of lágs, og skyldi þá fyrr gefa sjúklingnum upphæðina, þó varlega skyldi fara í það að af- þakka peninga hins snauða, því ella þorir hann eigi aftur að koma. (Þýtt úr DE HABITU DECENTI)

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.