Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 14
u LÆKN ANEMINN PSLim IT DLSIPIILVIS Fyrir utan lækningastofuna hafði myndast löng biðröð áður en opnað var. Litlum náunga virt- ist sérlega umhugað að komast inn, og gekk kaldur og rólegur fram fyrir röðina. Þeir fremstu mótmæltu hástöfum og hrintu honum frá. Sá litli stóð á fætur, dustaði af sér rykið og reyndi aft- ur, en var umsvifalaust sparkað burt. Hann gerði þriðju tilraun- ina, en nú greip beljaki einn í hnakkadrambið á honum og hvæsti: „Heyrðu! Þú getur beðið þangað til kemur að þér eins og við hin“. „Heyrðu sjálfur! Ef þú fleygir mér burt einu sinni enn, þá opna ég ekki stofuna", svaraði læknirinn. ★ ★ ★ Yfirlæknirinn rak upp stór augu, þegar hann sá nýja stúdent- inn skrúfa upp rúmið sjúklings, leggjast á bakið undir það og svip- ast um. „Er það svona, sem þér skoðið konu með gallsteina?" spurði hann. „Svona skoða ég alltaf“ svar- aði stúdentinn. „Ég var áður við bílaviðgerðir." ★ ★ ★ Maður nokkur mætti kunningja sínum, sem staulaðist áfram við tvær hækjur. „Heyrðu,“ sagði hann, „það er óratími síðan þú lentir í bílslysinu og komið meira en hálft ár síðan þú losnaðir af spítalanum. Máttu ekki fara að sleppa hækjunum ? Maðurinn yppti öxum. „Læknirinn segir, að ég megi það, en lögfræðingurinn telur það hættulegt.“ ★ ★ ★ Og hangir þar enn? Hægra nýra var hengt upp í Siglufjarðarspítala fyrir 15 árum. (Úr journal.) ★ ★ ★ Maður nokkur kom til læknis og kvartaði yfir því, að hann verkjaði í hvert einasta bein í skrokknum. „Þakkaðu fyrir að vera ekki síld,“ var hið kaldranalega svar. ur Magnússon verður þar til mótum, og mæli ég með starfinu nóvemberloka, en Pedro aftur í og veiti fúslega allar frekari upp- desember. En eftir því sem ég bezt lýsingar. veit er ,,embættið“ laust frá ára- Halldór Halldórsson.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.