Læknaneminn - 01.10.1960, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN
19
ekki þarf að hafa tíma eftir próf-
ið.
Kennslan í þessari grein er
ágæt, svo langt sem hún nær, og
demonstrationir allar eru Arin-
birni Kolbeinssyni til sóma, vand-
lega undirbúnar og vel uppsettar.
En hann nær ekki að kenna sín
fræði til nokkurra hlítar á þess-
um nauma tíma. Hví má ekki
kenna sýklafræði sómasamlega, t.
d. 2 tíma í viku allt námsmisserið ?.
Allir miðhlutamenn ættu að sækja
þá tíma, sem vera ættu með
demonstrationum. Verklegar æf-
ingar ættu svo að vera fyrir próf-
menn nokkru fyrir próf.
Loks vil ég minnast á þá óhæfu
að kennarinn í sýklafræði fái ekki
að prófa í henni, eða a. m. k. hafi
rétt til að ,,votera“. Hér er eng-
um brigzlað um óhæfni, en því að
eins haldið fram, að rétt sé, að
hver kennari prófi í sinni grein.
—O—
Ein er sú sérgrein okkar göf-
ugu fræða, sem til skamms tíma
hefur verið lítil sómi sýndur hér
á landi. Á ég þar við svæfingar-
kúnstina, sem enn er hér víða
olnbogabarn, falin hjúkrunarkon-
um og fávísum stúdentum. En nú
hillir senn undir þá tíma, að kir-
urgar líti með virðingu til appar-
atus Maximus og þess, er handan
hans situr. Mér finnst nauðsyn á
nokkurri kennslu í svæfingum.
Það er ekki nóg að horfa á svæf-
ingarlækni að starfi. Við þurfum
að þekkja betur ýms undirstöðu-
atriði í svæfingum og við þurf-
um að vita, hvað gera skal, þegar
hið óvænta ber að höndum.
—O—
Enn hafa innritazt nýir menn í
deildina, og við, sem þraukað höf-
um í nokkur ár, munum, ef að
vanda lætur, verða að láta okkur
nægja þær upplÝsingar, að ein-
hvers staðar séu raunar til 1. árs
menn, já, jafnvel 2. árs og 3. árs
menn. En viljum við sjá eitthvað
af þessum karakterum, þótt ekki
sé til annars en að sannfærast um,
að alltaf sé deildinni að fara aft-
ur, er eina ráðið að labba sig upp
í skóla, standa þar á afviknum stað
og fylgjast með hjörðinni, er hún
rennur úr tímum og í. Á félags-
fundum er vonlaust að sjá þá. Um
þessa merkilegu staðreynd eru
uppi ýmsar kenningar. Flestir
telja þá feimna og haldna minni-
máttarkennd, sumir segja þá hort-
uga, þeir telji sig of merka menn
til að blanda geði við gamalt fólk.
Enn aðrir eru mai'gorðir um fé-
lagsvanþroska. Hér er bersýnilega
um athyglisvert uppeldisfræðilegt
eða sálfræðilegt rannsóknarefni
að ræða, og væri þeim þökk, sem
þetta rannsakaði til hlítar og réði
bót á. Á meðan verðum við í van-
mætti okkar að ákalla hið unga
fólk, biðja það taka sönsum og
sækja okkar lítilmótlegu fundi. Við
biðjum það að hræðast ekki okk-
ur hina eldri, þrátt fyrir strang-
legar ásýndir og alvísan svip, því
að inni fyrir búa ljúfar sálir. Og
þegar kemur að dansiballinu
mikla, árshátíð félags okkar, slá-
um við á öxl smælingjans, brosum
til hans og segjum:
„Gakktu inn í gleði vora, ungi
vinur. Ettu, drekktu og vertu
glaður, því að í kvöld ert þú minn
jafningi, og auk þess ætlum við
að láta bölvað skrallið bera sig í
þetta sinn.“
—O—
Eins og mönnum mun kunnugt,
geta íslenzkir læknar og lækna-
kandidatar gengist undir banda-
rískt læknapróf tvisvar á ári.
Næsta próf verður í marz 1961.