Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 8

Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 8
SKÝRSLA INNRITUNARDEILDAR FYRIR ÁRIÐ 1977« Unnin^af Laru Gunnarsdóttur, Kristínu ölafsdóttur og Þórunni Friðriksdóttur. Starfsemi innritunardeildar var með líku sniði a'rið 1977 og undangengin ár. Fjöldi umsókna um vist á dagvistunarheimilum var svipaður og árið 1976, en eftirfarandi tafla sýnir fjölda umsókna frá því að innritunardeild tók til starfa. Xrtal. Dagheimilisumsóknir. Leikskólaumsóknir. 1971 340 1972 459 1973 428 1974 505 882 1975 657 1201 1976 574 1214 1977 489 1265 Her á eftir fara svo ýmsar aðrar upplýsingar um starfsemina á síðastliðnu ári. SKÓLADAGHEIMILI. Á skóladagheimilum þeim, sem innritunardeildin hefur til um- ráða, er nú rými fyrir 88 börn. Fækkað var um 4 börn á skóla- dagheimili í Heiðargerði á árinu vegna þrengsla. Skóladagheimili í Breiðholti tók ekki til starfa á árinu, eins og lofað hafði verið. Leyst var úr erfiðleikum þeirra sem treyst höfðu á stofnun skóladagheimilis í Breiðholti í samvinnu við starfsmenn Felagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Reyndist unnt að fá daggæslu á einkaheimilum fyrir öll börn er þess óskuðu. Nokkuð hefur verið farið inn á þá braut, að vista 6 ára börn á skóladagheimilum ef tými losnuðu um miðjan vetur og hefur það gefist vel. Eingöngu börn einstæðra foreldra dvelja á skóladagheimilum. Borið hefur á að einstæðir foreldrar, sem rétt eiga á skóladag- heimilisvist fyrir börn sín, sæki ekki um. Skýring kann að vera sú að foreldrar telji það vonlítið sökum skorts á rýmum. Þess sjónarmiðs verður einnig vart að foreldrum þyki full kostnaðarsamt að hafa barn á skóladagheimili, þegar að barn stækkar og skóladagur lengist. Sótt var um vist fyrir 6l barn á skóladagheimilum árið 1977- Alls voru 48 börn vistuð á skóladagheimilum árið 1977* þai" af 46 í fyrsta sinn, 2 voru flutt á milli heimila, 3 börn byrjuðu og hættu á árinu. 8

x

Sumardagurinn fyrsti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.