Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 5

Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 5
Ferðir] 3. blaðsíða er Ketilfjall, Bœjarfjall í miðið og er það stærst, en Kví- hólafjall syðst. Þeistareykir standa norðvestan undir Bæjarfjalli, eru þar tvö hús og er það, er stendur nær fjallinu, nýtt og reisulegt en óinnréttað, og notað til gist- ingar gangnamönnum. Allt í kring eru gróðursælar grundir, þ\7í að jörð er þarna volg og mörg hverasvæði meðíram fjallinu. Auðvelt er að ganga á Bæjarfjall, en þaðan er útsýn góð í björtu veðri. Gufuhverir eru uppi í fjallinu og sjóðandi gufur koma upp um smásprungur uppi á fjallsbrúninni. Frá Þeistareykjum er góður klukkutímagangur austur að Stóra- og Litlavíti á Reykjaheiði, er þá farið upp í g'egnum skarðið milli Ketilfjalls og Bæjarfjalls en það heitir Bóndhólsskarð og dregur annaðhvort nafn af hól, sem er uppi í sjálfu skarðinu, eða ljósleitum hól, með miklum jarðhita, sem er undir Bæjarfjallinu neðan und- an skarðinu. Ur skarðinu er stefnt í háaustur yfir móa og smá hraunmela. Ekki sjást Vítin langt að, þó hefur dálítill hraunhryggur hlaðist umhverfis Stóravíti, en það er gamall dyngjugígur. Það er bæði stórt um sig og mjög' djúpt, en þó auðvelt að komast ofan í það. Litlavíti er örlítið sunnar, hringmyndað gímald niður í slétta heiðina, umgirt háum hömrum, svo hvergi verður niður komist. Eiginlega eru vítin í sunnanverðri Þeistareykjabungu, sem er dyngja mikil en tiltölulega flöt. Hátoppur dyngju þessarar er skammt norðan af Vítunum, er þar allstór en ekki tilkomumikill gígur, en útsýn þaðan norður yfir Ax- aifjörð er mjög fögur. Lítið eitt norðan við hábunguna á að vera mikið, hringmyndað niðurfall. Austur af Þeista- reykjabungu er svæði það á Reykjaheiði, sem nefnist Gjástykki, hefir þar orðið mikið jarðsig; eru þar gjár stórar og háir gjáveggir. Sprungur þessar ná norður í Kelduhverfi og allt suðui til Mývatns. Frá Þeistareykjum til Mývatns mun vera um 30 km. vegalengd, liggja götutroðningar þessa leið en allkrókótt, því þeir þræða með fjöllunum. Bezt mun að fylgja gjám

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.