Ferðir


Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 4

Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 4
2. blaðsíða [Ferðir Þeistareykir. Á miðri Reykjaheiði liggur bílvegurinn austur í Axar- fjörð, um slétt helluhraun, í skarði milli Lambafjalla að sunnan, en Grísatungufjalla að norðan. Vegurinn liggur rétt við norðurenda Lambafjallanna og heitir þar Höjuð- reiðarmúli. Síðan liggur vegurinn austur yfir skarðið milli fjallanna að suðurenda Grísatungufjalla. Þar heitir Sœluhúsmúli. Rétt austan við Sæluhúsmúlann liggur veg- urinn að Þeistareykjum af aðalveginum, fyrst í austur, síðan í suður. Þeir, sem ætla að Þeistareykjum og vilja sjá sem mest, ættu að yfirgefa bílana við Höfuðreiðarmúla. Þegar kom- ið er fyrir enda múlans, opnast hraunslétta allmikil til austurs og suðurs með Lambafjöllunum. Um 10—12 km. í suðaustri takmarkast slétta þessi af lágum, ávölum fjöll- um. Norðvestan í fjöllunum má sjá, á nokkurum stöðum, ljósleitar skellur og í hagstæðu veðri líka allmikla gufu- mekki, þar eru Þeistareykir. Bezt er að ganga suður með Lambafjöllunum, suður fyrir Mælijell, sem er mjög sérkennilegur, keilumyndað- ur hnjúkur austan við fjöllin og mun hann vera úr líparíti. Þar sunnan við mynda háir og reglulegir hamrar austui- hlið Lambafjallanna, eru þeir úr móbergi neðan til, en ofan á því liggja mörg lög af grágrýti. Þetta heitir Skeið- in. Þegar komið er suður fyrir Mælifell, má stefna beint á Þeistareyki; er þá réttast að ganga þvert yfir allum- fangsmikla en lága, bungumyndaða hæð, sem er nokk- urnvegin miðja vegu milli Lambafjalla og Þeistareykja. Hæð þessi heitir Stórahversmór og er forn hraundyngja, og er mikill en óreglulegur gígur í hábungunni. Kringum þessa bungu liggja margar sprungur, bæði frá N-S og A- V og koma sjóðheitar gufur úr sprungunum sunnan við hæðina. Þeistareykjafjöll eru þrjú smáfell í röð frá N-S. Nyrst

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.