Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 12
10. blaðsíða
[Ferðir
Frá ferðanefndinni.
Félagar Ferðafélags Akureyrar.
Félagið okkar er ungt, en hefur vaxið ört — stofnað 8.
apríl 1936 og telur nú rúmlega 300 félaga. — Aðalstarf-
semin hefur verið að stofna til og standa fyrir skemmti-
ferðum. Árið 1936 voru farnar 4, 1937 farnar 9, 1938 farn-
ar 18 og 1939 farnar 22 ferðir.
Ferðir þessar hafa náð þeim tvígilda tilgangi, að vera
bæði skemmtandi og fræðandi. En þær hafa kostað þó
nokkurt fé, og nú þegar dýrtíð og atvinnukreppa gengur
yfir, sem hlýtur að valda fjárhagserfiðleikum almennt, þá
verður meiri vandi en áður að halda ferðastarfseminni
áfram, að fá fleiri til þátttöku og meiri tilbreytni í starf-
inu, án þess að sú skemmtun og fræðsla, sem fæst, verði
dýru verði keypt. Með athugun á þessum aðstæðum ei
ferðaáætlun félagsins samin og er dregið nokkuð úr bif-
reiðaferðum, frá því sem var s. 1. sumar, og lengstu ferð-
irnar eru teknar eftir framkomnum óskum.
í fjórum fyrstu ferðunum er gert ráð fyrir, að nota
skíði. Er það bæði til að gera ferðirnar skemmtilegri, og
til að auka þekkingu á þessum skemmtilegu farartækjum,
skíðunum.
Tvær næstu ferðir eru gönguferðir á fjöllin vestan við
bæinn. Mun mörgum það metnaðarmál, að hafa gengið á
fjallið yfir bænum sínum, og vita hvað þaðan sézt.
Þegar vegir batna skiftist á að ferðast verður á reið-
hestum, reiðhjólum og bifreiðum, og jafnframt farnar
gönguferðir.
Þá viljum vér sérstaklega vekja athygli á ferðunum í
Hafrárdal.
Á s. 1. hausti hóf F. F. A. vegagerð á hinni fornu leið
Eyfirðinga upp úr Eyjafirði um Hafrárdal, suður Vatna-
hjalla. Fram-Eyfirðingar veittu strax drengilega liðveizlu.
Unnar voru samtals 820 vinnustundir, en áætlað er að