Ferðir - 01.03.1940, Blaðsíða 10
8. blaðsíða
[Ferðir
fjall eða til Dettifoss. Heim verður ekið að kveldi
þess 16. og 17. júní.
9. ferð, 22.—23. júní. Hafrárdalur.
Farið á hestum og gist við Arnarstaðasel. Unnið að
vegagerð í 6 klukkustundir. Á heimleið farið um hjá
Hólavatni og Hólum.
10. ferö, 30. júní. Dýjafjallshnjúkur — Svarfaðardalur.
Ekið að Fornhaga og gengið á Dýjafjallshnjúk. Einn-
ig verður ekið í Svarfaðardal.
11. ferð, 6.—7. júlí. Hafrárdalur.
Ekið og hjólað að Arnarstaðaseli. Unnið að vegagerð.
12. ferð, 13.—14. júlí. Garðsárdalur.
Ekið að Garðsárgili. Gengið suður fjöllin austan
Garðsárdals og heim um Gönguskörð.
13. ferð, 13.—18. júlí. Austurland. Sumarleyfisferð.
Helztu viðkomustaðir verða: Ásbyrgi, Dettifoss,
Möðrudalur, Eiðaskóli, Reyðaríjörður, Eskifjörður og
Fljótsdalshérað.
14. ferð, 20.—21. júlí. Hafrárdalur.
Vegagerð.
15. ferð, 27.—28. júlí. Fljót.
Ekið til Dalvíkur, þaðan farið á hestum um Reykja-
heiði og Lágheiði í Fljót.
16. ferð, 3.—5. ágúst. Herðubreið.
3. ágúst. Ekið að Péturskirkju. 4. ágúst. Ekið í Grafar-
lönd eða Herðubreiðarlindir. Gengið á Herðubreið. 5.
ágúst. Haldið heim.