Ferðir


Ferðir - 01.04.1953, Page 6

Ferðir - 01.04.1953, Page 6
2. blaðsíða [Ferðir Hvernig á að grafa sig í fönn? Ef þú villist, eða stórhríð heftir för þína, þá leitaðu skjóls meðan tími er til. Frestaðu því ekki, þar til myrkrið dettur á eða þreytan er að yfirbuga þig. Sértu holdvotur og hafir þú ekkert til skipta, eða sértu illa búinn, skalt þú tefla djarft til að komast í húsaskjól. Aðalatriðið er, að nota hvern möguleika til þess að forðast kuldann, því að á meðan þér er notalega heitt, heldur þú kröftum. Seztu ekki niður til að hvíla þig á bersvæði, livað þreyttur sem þú kannt að verða. Svefninn sækir á þig fyrr en varir, og ef til vill kemur dauðinn í kjölfar hans, eða þá að þú vaknar kalinn og nærri ósjálfbjarga. Komist þú ekki til bæja eða í húsaskjól, þá minnztu þess, að það er skjól í hverjum skafli, jafnvel þótt ekki sé unnt að byggja vandað snjóhús. Veldu þér skafl, helzt með þykkri skaraskán efst. Haltu vel á þér hita á meðan þú hreiðrar um þig, en varastu að svitna. Grafðu þig inn undir skaraskánina á móti vindi með hverju því, er að gagni getur komið, t. d. skíðum, diski eða með höndunum einum, ef þú ert ekki svo hepp- inn að hafa með þér reku eða snjóhníf. Reyndu að búa svo um þig undir skaraþakinu, að þú getir setið uppréttur, haft fataskipti, legið og fengizt við matseld, ef svo ber undir. Láttu loft skýlisins mynda skáflöt, eins og loft í súðarher- bergi. Það fyrirbyggir eða dregur úr leka. Ef þú ert með skíði, skaltu nota þau sem botn í skýlið, ef þú ekki þarfnast þeirra til annars. Merktu slóð þína til staðarins, þar sem þú leitar skjóls. Það auðveldar þér að taka stefnuna, þegar þú brýzt úr híði þínu. Láttu skíðastaf eða annaÖ vísa á, hvar þú hvílir undir. Þegar þú hefur tekið allt dót þitt með þér inn í skýlið, lokar þú því svo vel sem verða má. Verkaðu af þér alla fönn. Sértu rakur í fætur, þá farðu í þurrt, ef þú átt þess kost. Þú skalt fara í röku sokkana utan yfir hina. Þeir þorna á þér. Klæddu þig í öll þau föt, sem þú átt völ á,

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.