Ferðir


Ferðir - 01.04.1953, Page 9

Ferðir - 01.04.1953, Page 9
Ferðir] 5. blaðsíða Köld nótt í göngum Löngum hefur það verið svo, að íslenzka sveitafólkið hefur hlakkað til gangnanna á haustin. Ungir hafa sveita- drengir verið, þegar þeir fóru að þrá að verða svo úr grasi vaxnir og það miklir menn, að þeir gætu farið í göngur. Svo sterk ítök hafa göngurnar átt í hugum sveitafólksins, að gamlir menn á háum aldri hafa saknað þess að vera nú ekki lengur hlutgengir gangnamenn. En margt hefur komið fyrir og getur komið fyrir í göngum, villur og hrakningar á heiðum og öræfum, vosbúð og kuldi, sem dæmi eru um, að haft hafa örlagaríkar afleiðingar. En þrátt fyrir það hafa gangnaferðir um áraraðir seitt og laðað menn á ýmsum aldri til þess að mega taka þátt í þeim. Mér kemur í hug að festa á blað frástign af einni gangna- ferð, sem ég var þátttakandi í. En fullyrða má ég, að nótt sú, er við gangnamennirnir lágum úti þá, er sú kaldasta og ömurlegasta á minni ævi. Haust eitt, rétt fyrir aldamótin síðustu, fórum við sex saman í aðrar Mjóadalsgöngur á vesturafrétt Bárðdæla. Liggja þurfti úti eina nótt. Tjald höfðum við með okkur. Lögðum við af stað frá Mýri að aflíðandi hádegi. Ákveðið var að fara fram á svokallaða Eremri-Mosa og hafa náttstað þar. Áttu þar að koma til móts við okkur tveir framgangna- menn að kvöldi. Þegar við lögðum frá Mýri var veðri þannig háttað, að norðan stinningskaldi var á og nokkur rigningar-hraglandi. Héldum við suður Litlutunguland og Ishólsbrekkur og vestur yfir hálsinn milli Mjóadals og íshólsdals. Veðrið fór versnandi, er á daginn leið, tirkoman fór vaxandi og veður- liæð að sama skapi. Á hálsunum var krapahríð og hvítt orðið yfir að líta, var nú komið versta hrakveður. Engan vatns- verjuklæðnað höfðum við, aðeins frakka og utanyfirtreyjur,

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.