Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Side 11

Ferðir - 01.04.1979, Side 11
FERÐIR 11 Berglögum eldra blágrýtisins við Eyjafjörð hallar yfirleitt til suðurs eða suðausturs, og kemur sá halli einnig fram í fjöllunum við Glerárdalinn. A Vindheimajökulssvæðinu (Strýta/Kista) er hallinn um 10° í SA (eða SSA) en virðist fara minnkandi er sunnar dregur þeim megin í dalnum. Undir Kerlingu er mjög greinilegur suðlægur halli, og einnig nyrst í Súlum, en þar á milli er hann ógreinilegur (12). Meðalhallinn hefur verið áætlaður um 5° í SSA (1). Gangar í Eyjafjarðarbasaltinu stefna yfirleitt sem næst NNA-SSV og koma allmargir slíkir fram í Glerárgilinu. Um aldur þessarar berglagasyrpu, sem nú er oft nefnd Eyjafjarðarbasaltið, er ekki vitað með vissu, en gizka má á að við sjávarmál á Akureyri sé aldur laganna um 9 milljón ár og í 1000 m hæð um 1-2 millj. ára yngri. Syrpan er því mynduð árla á Pliosen-tíma (1). Nokkur stór berghlaup hafa orðið úr þessari rnyndun á Glerárdal og virðast þau benda til einhvers veikleika í berg- inu, sem etv. má setja í samband við fornar eldstöðvar á þessu svæði, en það mál hefur annars ekki verið kannað til neinnar hlítar, og saga þessarar jarðmyndunar verður því næsta fá- tækleg að sinni. Um landslag á myndunartíma Eyjafjarðarbasaltsins verð- ur fátt sagt með vissu. Mestar líkur eru þó til að Eyjafjarðar- svæðið hafi þá verið ein samfelld bunguvaxin háslétta með mörgum gígaröðum frá norðri til suðurs, svipað og nú er austur á Mývatnsöræfum, en dalir eða firðir hafa þá ekki verið til nema í útjöðrum svæðisins. Loftslag hefur þá verið mjög hlýtt og að líkindum þurrt og mestur hluti hásléttunnar því verið eyðimörk. Um það bil sem myndun Eyjafjarðarbasaltsins lýkur hafa þó líklega orðið nokkrar breytingar á loftslagi. Er talið að það hafi fariö kólnandi á Pliosen-timanum, sem hófst fyrir um 12,5 millj. ára, en frá þeim tíma eru mikil steingervingalög á Tjörnesi, sem rekja má loftslagssöguna eftir. Einnig við Gler- árdalinn koma fyrir steingervingar frá þessum tíma, og verður nú skýrt nánar frá þeim.

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.