Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Page 12

Ferðir - 01.04.1979, Page 12
12 F E R Ð I R Steingervingar Steingervingar hafa fundist á a.m.k. tveimur stöðum í fjöll- unum við Glerárdal, þ.e. í Lambárdalsöxl við Kerlingu og i Hlíðarskál í Hlíðarfjalli. Báðir þessir fundarstaðir eru í svip- aðri hæð þe. um 1000-1100 m og eru því báðir á efri mörkum Eyjafjarðarbasaltsins (eldra basaltsins). Verður nú skýrt nánar frá hinum lífrænu leyfum sem þar finnast. 1. Lambárdcilsöxl nefnist fjallsrani sem gengur norður úr norðvesturhorni Kerlingar, milli Lambárdals og Glerárdals, aðskilin með grunnu skarði frá aðalfjallinu. Norðvestan í öxlinni er mikil framhlaupsskál með þverhníptum klettabeltum og er skálarbrúnin í um 1050 m hæð y.s., en þaðan er aflíðandi halli upp í um 1300 m hæð syðst á öxlinni. Ofan klettabeltanna, sem tilheyra eldra blágrýtinu, er Lambárdalsöxlin nær eingöngu byggð úr litgrýtismóbergi (sjá bls. 16) sem myndar aflíðandi skriður fram á klettabrún- irnar. Neðst í þessum skriðum, eða rétt ofan við klettabrún- irnar, hafa fundist allmargir bútar og brot af viðarsteini (lignit) og koma þeir einnig fram í grjótskriðum niðri í berghlaups- skálinni, en þangað hafa þeir sýnilega fallið ofan af brúninni. Viðarsteinsbútar úr Lambárdalsöxl eru alkunnir á Akur- eyri og prýða þar nú margar stássstofur. Sverustu bútarnir eru um 20-25 sm í þvermál (4. mynd). I þeim er kisilrunnið tré, sem oftast er gráhvítt á ytra borði (vegna veðrunar?) en grátt eða grásvart hið innra. Árhringar eru greinilegir og fremur þéttir, sem bendir til að um lauftré hafi verið að ræða, en nánari skoðun á trjáleyfum þessum hefur ekki farið fram, svo um tegundir er ekki vitað. Auk viðarsteinanna koma þarna fyrir surtarbrandsbrot, sem virðist vera kolaður mór með sand- og leirlögum. Þjóð- verjinn Georg Schultz hefur rannsakað frjókorn og gró úr einu slíku leirbrandsstykki, sem Trausti Einarsson safnaði árið 1940 (10). Eins og við er að búast kvað þar mest að frjókorn- um stara (um þriðjungur), en af frjókornum trjátegunda bar

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.