Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Page 20

Ferðir - 01.04.1979, Page 20
20 F E RÐIR 7. mynd. Þessi mynd er lekin úr flugvél yfir botni Myrkárdals og séð í auslur yfir fjallgarðinn, en þoka fyllir dalina svo aðeins hœslu fjöllin standa upp úr. Fremst eru Flögukerling (1182 m) og Flöguselshnjúkur (1306 m) t.h., þá má greina Hraun- dranga og Háafjall (1188 m) og Þverbrekkuhnjúk (1142 m) litlu fjœr. Það fjall sem hœst rís lengsl til vinstri er líktega Stóristallur (1440 m) í baksýn sér ífjöll við Mývatn og Dyngjufjöll. Þannig má hugsa sér að landið hafi litið út þegar jöklar voru sem mestir á fsöldinni. (Ljósm. Hörður Kristinsson). kannað svo að hægt sé að fullyrða mikið um þá hugsanlegu eldstöö. Auk þess er ekki lengra á miili þessara staða en svo (um 5 km) að hægt er að hugsa sér að um sömu eldstöðina hafi verið að ræða, sem etv. hefur verið í formi öskju (caldera). Hefur Glerárdalur þá grafist í gegnum miðja öskjuna. Annað litgrýtissvæði er í fjöllunum við austanverðan Oxnadal upp af bæjunum Hólum og Engimýri. Telja jarð- fræðingar að þar sé einnig um að ræða forna megineldstöð, enda er ekki vitað um nein samfelld líparítlög milli hennar og Glerárdalseldstöðvarinnar. Öxnadalseldstöðin er og að lík- indum töluvert eldri, þar sem hún er neðar í berglagastaflan- um.

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.