Ferðir - 01.04.1979, Síða 24
24
FE RÐIR
Með nokkrum hvíldum komumst við innarlega á Finna-
staðadal, þar sem leiðin var farin að vera allmjög á fótinn. Við
vorum orðnir sárir í öxlunum undan skíðunum og hugðum á
breytingar, enda var nú snjórinn orðinn meiri. Veittist okkur
mun léttara að þramma á skíðunum og miðaði vel áfram,
þrátt fyrir aukinn bratta. Innst í dalnum þurftum við að klífa
allháa og bratta brekku, og vorum þá staddir í skarðinu milli
Kerlingar að austan og Glerárdalshnjúks að vestan. Taldist
okkur svo til, að við værum staddir í liðlega 1000 m hæð. Degi
var allmjög tekið að halla, og þar að auki var farið að snjóa í
ákafa, svo að við drifum okkur strax í að útbúa náttstaðinn.
Tjald höfðum við meðferðis, en þótti ekki sem árennilegast að
hýrast í þunnu tjaldi í hríð og kulda í kílómeters hæð yfir sjó.
A einum stað fundum við þarna allháan og brattan snjóvegg
og tókum til við að grafa okkur þar snjóhús. Enga höfðum við
skófluna meðferðis, en í hennar stað notuðum við skíðin, hnífa
og potta. Tókst okkur með þessum verkfærum að grafa okkur
sæmilegasta snjóhelli. Síðan hlóðum við skjólveggi allt í
kringum opið, lögðum skiöin á þá sem sperrur, breiddum úr
tjaldinu ofan á og hlóðum loks snjó á það. Á gólfið í húsi þessu
breiddum við segldúk sæmilegan.
Fljótlega vorum við seztir að matargerð og snæðingi og
hitnaði okkur fljótt og vel. Dr. Trausti dró þá upp spil og
dr. Trausti
Einarsson
vid náttstaðinn.