Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Side 30

Ferðir - 01.04.1979, Side 30
30 FERÐIR 18. júní. 1978. Brœðrafell. Loftur, Guðmundur, Arni, Sveinbjörn. Jóhannes tók myndina. Er fólkið hafði fengið morgunverð var gengið um og notið þess unaðar er samspii sólar og haustlita getur töfrað fram. A heimleiðinni var svo áð í landi Kálfastrandar í Mývatnssveit í dásamlegu veðri. Sú unaðsstund verður trúlega fleirum en mér ógleymanleg. Sú leið sem eðlilegast er að fara að skálan- um er að fara í Herðubreiðarlindir. Þaðan er mjög hæg dag- leið að ganga hvort sem er norðan eða sunnan Herðubreiðar og svo vestur hraunið að skálanum. Ágætt er að aka að upp- göngustaðnum á Herðubreið og ganga svo vestur yfir hraun- ið, sem er mjög greitt yfirferðar sandborið og flatt. Stefnan er á Bræðrafellið mitt og er þá farið um eða rétt við gíginn í Flötudyngju. Ekkert vatnsból er nálægt húsinu en fannir endast mjög lengi í gígum og jarðföllum. í ferð okkar 8. september var snjór bæði í gígnum á Flötudyngju og eins í jarðföllunum vestur við fellið. Það ætti því að vera ástæðu- laust að bera með sér vatn þó dvelja skuli þarna. Frá upp-

x

Ferðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.