Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 45
FERÐIR
45
30. 17.-19. ágúst. Lambahraun. Hofsjökull. Ásbjarnarvötn.
31. 24.-26. ágúst. Laufrönd.
32. 1.-2. september. Ásbyrgi. Hljóðaklettar. Hólmatungur.
33. 2. september. Örnefnaferð á Glerárdal.
34. 8. september. Berjaferð í Fellsskóg.
35. 22.-23. september. Haustferð í Herðubreiðarlindir.
Skrifstofa félagsins er í Skipagötu 12, III. hæð, sími 22720. Frá 17. mars til
26. maí verður hún opin kl. 18-19 kvöidið fyrir hverja auglýsta ferð. Frá 31.
maí til 20. september verður hún opin á mánudögum og fimmtudögum kl.
18,30-20,00. Vegna þess hve erfitt hefur verið að útvega bíla í ferðirnar ,
einkum fjallaferðir, er nauðsynlegt að panta með góðum fyrirvara, enda má
oft reikna með takmörkuðum sætafjölda. 1 helgarferðir sumarsins skal taka
miða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld, en í lengri ferðir með 14 dag fyrir-
vara, nema annað sé auglýst. I lengri ferðir á vegum FFA er heitur matur,
mjólk og kaffi eða te venjulega innifalið í fargjaldi. Annað nesti og við-
legubúnað þurfa þátttakendur að leggja sér til.