Reykjanes - 27.01.1950, Side 3

Reykjanes - 27.01.1950, Side 3
REYKJANES 3 Jafnan er hálfsögð sagan, ef einn segir frá í sambandi við grein Jóns Tómas- sonar í Röðli 3. tölubl. 1949, sem hann nefnir: Sannleikurinn um afskipti bæjarstjórnarinnar af kaupgjaldsmál- unum. í umræddri grein veitist hann, sér- staklega að mér, og minni afstöðu í þessu máli, og þar sem mín afstaða til bæjarmálanna hefur yfirleitt ekki verið gagnrýnd af þessum blaðsnepli hefi ég engu haft að svara fyrr, en annarvegar ef að mér er ráðist, með ósanngirni og ódrengskap, hefi ég fullan áhuga að svara fyrir, eða yfir- leitt að standa fyrir mínu máli. Þetta mál er fyrst á dagskrá 6. júlí 1949, eins og um getur, næst er mál þetta tekið fyrir í bæjarstjórn 19. ágúst eða sem sagt það er fyrsti fundur, sem ég tek þátt í umræðum um þettað mál, og hefði Jón T. gjarnan mátt yfirlýsa í grein sinni, á hvaða forsendum ég bygði atkvæðagreiðslu mína í þessu máli, en telur sér líklegra meiri fram- drátt að 'sverta mig í augum stéttar- bræðra minna, en una mér þess sanna. Enda er ekki annars að vænta af slík- um mönnum sem verða að halda sér uppi með skrumi og blekkingum. Því raunverulega þekkingu hefur Jón T. ekki af verkalýðsmálum, þótt hann þykist vera leiðari þeirra í bæjarmál- unum. Og þykist ég ekki síður hafa verið málsvari þeirra þann starfstíma sem við höfum unnið saman að bæjar- málum sem allra þeirra mála sem mér hafa fundist byggð á réttlætisgrund- velli, og er það skoðun mín, að ég þekki betur sögu vinnandi manna og margskonar örðugleika sem þeir hafa haft við að stríða rúm 20 ár, sem ég hér í Keflavík hefi verið við slík erfið störf, sem þessari stétt tilheyra, og aldrei talið þeim nægtir þótt Jreir hefðu sæmilega afkomu, fyrir sitt erf- iði. En ég get vitnað til tillögu sem Guðm. Guðnason bar fram, og við Sjálfstæðismenn samþykktum, og er tillaga þessi í Röðli 1. tölubl. í grein Ragnars Guðleifssonar oddvita, og er hún þar rétt með farinn. Við Sjálf- stæðismenn vorum þeirra skoðunar að það bæri að hafa samvinnu um Jressi mál við aðra atvinnurekendur, eða sem sagt við höfum þá ábyrgðar- tilfinningu, að við séum ekki,. að semja fyrir okkar eigið fyirtæki, nema að litlu leiti, og þeir menn, sem eru fulltrúar fjöldans í bæjarmálunum, þeim ber skylda, að vinna þar af sann- girni, en nota ekki aðstöðu sína til framdráttar í pólitík. Dæmi eru víst ekki fyrir því að bæjarfélög hafi slíka sérsamninga sem hé rtíðkast, enda kannske ekki víða, að sami maður, sé bæði oddviti bæjarstjórnar, og for- maður verkalýðsfélags sama bygðar- lags, enda var þessu kaupgjaldsmáli mjög illa fylgt eftir af félagsins hálfu. Annars hef ég lýst því yfir á fundum og utan funda að hér hefur borið að greiða sama kaupgjald og Reykjavík og öðrum hliðstæðum kaupstöðum við Keflavík, og það löngu áður en Jón T. kom hingað. Hafi hér áður verið kostnaðarminna framfæri, en í öðrum kaupstöðum, var J>að að mestu leiti af Jreirri einföldu ástæðu að við urðum að lifa hér frumstæðara lífi, en önnur bygðarlög, sem höfðu betri að- stöðu til framkvæmda og þæginda, en nú síðan við fengum þægindi hlið- stæð við önnur bygðarlög, tel ég vafasamt að hér sé nokkur liður fram- færslukostnaðar lægri en til dæmis í Reykjavík, nema að síður sé þar sem flestar okkar nauðsynjar eru fluttar þaðan, fyrir kr. 70,00 á tonn. Þessi kostnaðarliður kemur vafalaust einnig fram á hinum dýru framkvæmdum, sem hér hafa verið gerðar, og farið svo mjög framúr áætlun, en um það er ekki hægt að segja að svo stöddu, því reikningar bæjarins fyrir 1948, eru ennþá ekki komnir fram, en koma von andi fyrir kosningar. Hér bíða mörg óleyst verkefni næstu bæjarstjórnar sem þurfa skjótr- ar lausnar og er vonandi að afkoma almennings verði sú í framtíðinni að þau fái góða og skjóta afgreiðslu. Ég hefi hér að framan skýrt hug minn til þessa umrædda kaupgjalds- máls, þar mætti margt fleira segja um, en læt þetta nægja nema tilefni gefist til frekari skýringa. Ég er þess fullviss að þau störf sem ég hefi leyst af hendi eða verið trúað fyrir þola samanburð við störf Jóns Tómassonar. J. T. mætti spara sér upphrópanir um hvað ég sé slæmur félagi í V.S.F.K. en þar hefi ég alla tíð notað aðstöðu mína til styrktar stéttarbræðrum mínum og mun svo gera í framtíðinni, þegar um réttlætismál er að ræða. að endingu vil ég segja Jóni það að ég hefi aldrei svikið trúnað hvorki við samtök stétt- arbræðra minna eða annað. A meðan samgöngur voru strjálli var mér oft trúað fyrir bréfi milli bæja og sveik þann trúnað aldrei og hefi haldið þeim sið jafnt í smáu og stóru. IIelgi G. Eyjólfsson. Frá liðnum dögunt Þegar AlJ)ýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn voru í minni hluta í hreppsnnefd formæltu þeir því harð- lega, að hreppsnefndarfundir flestir skyldu haldnir á skrifstofu hreppsins en ekki á öðrum opinberum stað. Hver hefur svo verið framkvæmd þeirra á þessu atriði síðan Jieir komust til valda: AF 84 FUNDUM FRÁ JÚNÍ 1946 TIL APRÍL 1949 IIAFA ÞEIR HAFT 21 FUND OPIN, EN 63 LOK- AÐA. Ragnar og Valtýr felldu tillögu Sjálfstæðismanna um sjómanna.s7cá/« 1946 með því að samþykkja byggingu sjómannaheimilis, sem fyrirfram var vitað að ekki kæmist í framkvæmd vegna kostnaðar, enda tilgangurinn aðeins sá, að drepa málið. Samþykkt var þá að veita ríflegt fjárframlag til þessa heimilis á ári hverju. Efndirnar urðu þessar: 1946. 10 þús kr., 1947: ekkert, 1948: ekkert, 1949: ekkert. Það verður aldrei sagt um Fram- sóknarmenn, að þeir beri hag sjó- manna eða verkalýðs fyrir brjósti, svo Valtýr hefur í þessu aðeins þjónkað sinni flokkslínu og að nokkru sínum eigin hug til þessa fólks. Sjómenn og verkamenn eru einnig langminnugir þess, er Framsóknarmenn ráku þá úr húsnæði því, sem leigt var til þeirra afnota í Keflvíkingshúsinu hér á ár- unum. En hver skilur heilindi formanns Sjómanna- og verkalýðsfélagsins í þessu máli?

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.