Reykjanes - 27.01.1950, Síða 7

Reykjanes - 27.01.1950, Síða 7
REYKJANES 7 BÆJARFRÉTTIR Nýlega er búið að veita Apótekara- stöðuna í Keflavík, sem auglýst var í haust, með umsóknarfresti til 10. des. Veitinguna hlaut Ellerupp sem verið hefur Apótekari á Seyðisfirði um und- anfarin ár. • Nýr hafnarstjóri hefur verið skipað- ur fyrir Landshöfn, Keflavíkur og Njarðvíkur, og er það Ragnar Björns- son skipstjóri. Þórhallur Vilhjálmsson sagði starfi sínu upp og var sú upp- sögn til þess að leitast þurfti eftir nýj- um manni í þetta veigamikla em- bætti. Keflvíkingar fagna því að Ragn ar Björnsson hefur orðið fyrir valinu, hann er hægur maður og traustur, með mikla þekkingu á þeirri aðbúð, sem Landshöfninni er ætlað að bæta sjómönnum okkar og allri útgerð hér á skaganum. Blaðið bíður Ragnar velkominn til samstarfs um hafnarmál Suðurnesja og heitir honum fullum stuðningi í öllu því sem má Verða til framdráttar atvinnu- og útgerðarmálum Keflavík- ur og Njarðvíkur. • Togarinn okkar, Keflvíkingur, fékk á sig sjó á Halamiðum nú fyrir skömmu, nokkrar skemmdir urðu á skipinu, sem tefja það frá veiðum um tíma, en svo vel tókst til að engin slys urðu á mönnum og skipið komst hjálp- arlaust til hafnar. • Fyrverandi og núverandi skipverjar á togaranum Keflvíkingi héldu sér og gestum sínum, samkvæmi í Ung- mennafélagshúsinu þann 17. jan. s. 1. Samkoma þessi var ein hin bezta sem haldin hefur verið um langan tíma. Allir skemmtu sér með ágætum og allt fór mjög prúðmannlega fram. Skips- höfnin á Keflvíking er kjarnafólk, hvort heldur hún er á sjó eða landi. Það er einlæg ósk að allt gangi þeim í vil, því þar af njótum við góðs, sem í landi erum. Sjálfstæðisfélögin í Keflavík héldu sameiginlega árshátíð sína þ. 14. jan. s. 1. Hátíð þessi fór mjög virðulega fram. Þorgrímur Eyjólfsson formaður Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík, stjórn- aði hátíðinni. Veigamesti þáttur hátíð- arinnar var heimsókn forsætisráðherra og þingmanns okkar, Olafs Thors og konu hans. Ólafur flutti mjög merki- lega ræðu um viðhorf stjórnmálanna og þau viðfangsefni sem framundan eru. Fjölmenni var á skemmtuninni víðsvegar áð af Reykjanesskaganum og létu allir vel af. Nokkur úrvals skemmtiatriði voru einnig og settu þau svip, gleði og kátínu á þessa há- tíð, enda þótt Sjálftsæðismönnum séu öðrum fremur í huga þau alvarlegu viðhorf, sem stjórnmálamennirnir eiga nú við að stríða. - Á víð og dreif — Fyrir alþingiskosningarnar í haust skrifanði Svavar í Grindavík lofgrein eina mikla og spaugilega í Röðul. Þar var nú ekki verið að klípa utan úr, var helst að skilja á greininni að jafn- aðarmenn hefðu gert allt hér á Reykja nesinu frá landnámstíð, og ekki hefði mikið þurft að ala á honum til þess að hann hefði haldið því fram að þeir hefðu skapað skagann, og hefði það síst verið ósennilegra en annað, svo gróðurlítill sem skaginn er. Ég hefi nú glatað síðasta tölublað- inu af Röðli, en man þó að í einni greininni brá fyrir setningu í Svavars- stíl. En hún var sú, að framfarirnar (á líðandi kjörtímabili) „blöstu við mönnum", sem í bæinn kæmu. Skul- um við nú athuga þetta nánar. Það er rétt að hér blasa við bygg- ingar, sem einstaklingar hafa reist á þessum tíma, og eru sjálfsagt sumar þeirra í eigu jafnaðarmanna og Co. Og vitanlega eru það framfarir, þegar einstaklingarnir byggja sér myndarleg hús. En það mun nú ekki hafa verið þesskonar hallir, sem greinarhöfundur átti við, heldur byggingar, og aðrar meiriháttar framkvæmdir, á vegum Kef lavíkurhrepps. Eina byggingin, sem risið hefir hér á kjörtímábili jafnaðarmanna & Co. og þeir áttu frumkvæði að, er efri hæðin á rafveitu og slökkviskúrunum gömlu. Og þó að þetta sé nú ekki bein línis stórhýsi, sem „blasir við“, þá er það nú samt þeirra verk, og þar með er allt talið, sem byggingum viðkem- ur. Greinarhöfundur mun nú ef til vill hafa haft í huga barnaskólabygging- una, og er þá heldur seinheppinn, að gefa tilefni til þess að á hana væri minnst. Sú bygging var löngu fyrir- huguð áður en kratar & Co. komust í meirihluta. En fyrir síðustu kosningar þá höfðu þeir brennandi áhuga á skólabyggingunni og lofuðu því í kosningapésanum, sællar minningar, að byrjað skyldi á skólanum vorið 1946. Tvö ár liðu án þess að á verk- inu væri snert ,en áætluðum 300 þús. krónum á árunum ’46 og ’47 til bygg- ingarinnar eytt í annað. Við okkur blasa nú gluggalausir veggir nokkurs hluta byggingarinnar og mega þeir lofi ausa, sem glamrið líkar. Á hæð einni fyrir ofan bæinn „blas- ir við“ vatnsgeymir, þeir sem gleymn- ir eru muna það ef til vill ekki að hann var reistur í tíð fyrv. hrepps- nefndar. Breikkun Suðurgötunnar og hluta af Hafnargötunni og bygging sjóvarn- argarðsins er allt gert samkvæmt til- lögum sjálfstæðismanna, yfirlætislitl- ar framkvæmdir, en vel séðar og nauð synlegar. Einhver loforð var meirihlutinn með um að bæta göturnar. En þar hefir allt verið með gamla laginu, slett í þær ofaníburði. Ein gata, Garðaveg- urinn, kantlögð og búið. Það sem aðallega hefir verið unnið að á kjörtímabilinu, og ekki „blasir nú beinlínis við“ er lagning vatns ag skólps. En þegar á það er litið að núver- andi oddviti hefir fengið til umráða á þessum fjórum árum röskar 5 millj. í álögðum útsvörum og að láni tekið í vatn og skólp 1 milljón og 25 þús., « auk annarra smærri lána, þá mundi það ekki hafa verið talið þakkarvert af öðrum, þótt eitthvað af því hefði runnið til gagnlegra framkvæmda. Jafnaðarmenn & Co. bölsótuðust yfir því að ekkert hefði verið gert hér fyrir stríð, þegar gjaldendur höfðu vart til hnífs og skeiðar og hreppur- Framh. á bls. 8

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.