Reykjanes - 27.01.1950, Page 8

Reykjanes - 27.01.1950, Page 8
8 REYKJANES Skopleg blaðamennska Vinur minn Jón Tómasson, sendir mér greinarkorn í síðasta Röðli og er hann þar óvenju hittinn á margt, svo sem nafn greinar sinnar sem á einkar vel við, greinin er sem sé „Sorpleg blaðamennska". í upphafi greinarinn- ar segir Jón að ég hafi trúað honum fyrh- því að hann kynni ekki að skrifa um pólitík, og auðvitað hleypur Jón með ,,trúnaðinn“ beint á prent. — Frá mínu sjónarmiði var þetta enginn trúnaður, miklu fremur það, sem allir þurfa að vita, að Jóni er flest betur lagið, en að skrifa eða tala um pólitík. Hvað viðvíkur þessu gamla nasista- röfli, þá snertir það mig ekki og er öðrum fremu ren mér til leiðinda, en sízt er andstæðingum mínum það of gott að tönglast á því, meðan þeim finnst bragð að. Það er mismunandi mikið, sem þarf til að menn breyti um skoðun, Jón Tómasson þurfti ekki meira en að einu sinni var skrifuð gamansöm smágrein um hugarflug hans og frönsku fótaböðin, í Reykja- nes, þá gerðist hann „Sósíaldemókrat“ og steinhætti að leggja Ólafi Thors og Sjálfstæðisflokknum lið'sitt, eins og hann gerði áður. Er nú ástæða til að ætla að ég sé svo mikið skapfastari en Jón, að meira skuli en heila heimsstyrjöld, til að breyta skoðunum mínum á betri veg? Það er skiljanlegt að Jóni sárni dind- ils-nefnið á Valtýr, því það er víst nokkuð sárt að missa skottið, það vita þeir sem haft hafa, svo og liitt, að áróður Alþýðuflokksins um væntan- lega samvinnu Sjálfstæðismanna og Valtýrs, missir gildi sitt, þegar sýnt er fram á að samvinna við Framsókn kemur ekki til greina eftir kosningar og með því að afgreiða Valtýr eins og efni standa til, hér í blaðinu, þá verður qvíslingaleikurinn, sem Jón opinberar í grein sinni, um atkvæða- lán, markleysa ein, og bætir það hvorki málstað Jóns eða flokks hans, þó hann segi Valtýr bera slúðrið út. Svo eru að lokum nokkrar leiðbein- ingar til Jóns Tómassonar, viðvíkjandi pólitískri blaðamennsku, en kærkomn ara væri mér að gefa þær persónulega, heldur en á prenti. Það er vægast sagt klaufalegt í pólitískri blaðamennsku að skríða með vanrækslur sínar á bak við „beinverki og hita", þennan kvilla sem skólapiltar nota, þegar þá vantar frí og ennþá klaufalegra er að byggja svargrein við þungum ádeilum upp á því, að andstæðingurinn sé með „magakvilla“. Þetta er eins og krakk- arnir nota, ef einn segir við annan — þú ert með tannpínu, þá svarar hinn — þú ert með magapínu! Eg skil vel að Jóni sárnar það, að ég skuli í grein minni, jafnframt þung um ádeilum, vekja athygli á broslegu hliðinni á málflutningi hans, og þess- vegna verður hann reiður og skrifar leiðinlega svargrein, sem vissulega slær öll met í sorplegri blaðamennsku. Keppnin er nú aðeins innbyrðis milli greinarhöfunda „Röðuls“, um það hver geti verið sóðalegri í ritmennsk- unni. Helgi S. - Á víð og dreií - Framhald af bls.. 7 inn varð að láta sér nægja röskar 200 þús. krónur til umráða á fjórum ár- um. Það er eitt og annað, sem ekki „blasir við“ kjósendum bæjarins, og meirihlutinn hefir ekki hátt um, af skiljanlegum ástæðum, og það er að tiltrú sem hreppurinn hafði í byrjun kjörtímabilsins héfir farið mjög Jrverr- andi, sem leiðir af söfnun lausaskulda og alvarlegra vanskila. Skuldasöfnunin við tryggingaranr er þó einna mest (yfir þrjú hundruð þúsund krónur). Þann 29. þ. m. verða kjósendur að velja á milli jafnaðarmanna og sjálf- stæðismanna (Framsókn og Kommar koma ekki til greina). Þeir sem umbætur vilja á hag og rekstri bæjarins kjósa Sjálfstæðismenn en þeir sem vilja hafa sukkið áfram kjósa jafnaðarmenn. Svar til „verkalýðs- foringjanna" Þar sem ég hafði mjög stuttan tíma, til umræðna á framboðsfundi, fyrir væntanlegar bæjarstjórnarkosningar. Sting ég niður penna. Fyrst er að svara Magnúsi Þorvaldssyni í sam- bandi við atkvæðagreiðslu mína í sam bandi við kaupgjaldsmálin og í fram- haldi við það vísa ég honum og þeim öllum krötum til annarar greinar, í þessu sama blaði, og átti sú grein að vera birt áður, en kvað við kemur stofnun fyrsta Verkalýðsfélags hér í Keflavík, er ég tilbúinn til viðræðna hvenær sem er á verkalýðsfundi eða öðrum opinberum vettvangi. Vil ekki bjóða M. Þ. blaðaskrif um það mál, vegna þess að þar yrði hann að taka að láni þar sem hann er þeim málum ókunnur, sem öðrum málum, sem ég hef haft afskipti af í þessu bygðalagi. Oðrum fundarmönnum hefi ég ekki áhuga fyrir að svara utan Gesti Aúð- unss. og væri það helst, ef hann vildi tala við mig um viðskiptamál, sem eru óuppgerð okkar á milli. 18. marz 1946 fluttum við Sjálfstæð ismenn tillögu um sjómanna- og verka mannaskýli við höfnina, og meiri hluti hreppsnefndar snéri því upp í sjó- mannaheimili og tekið upp á f járhags- áætlun sama ár, og veittar þar til kr. 10.000,00, og þar við situr, ekki veitt til þess meir, en vonandi er sá sjóður vel geymdur. Ég get bent til margs, sem ég hefi tekið málstað vinnandi manna, innan þeirra eigin málsvar, en ætla mér það ekki til fradrags fyrjr þessar kosningar, minnist þess seinna. Að endingu þeir menn, sem hafa þá hugsun, að gjöra fyrst kröfur til sjálfs sín, og réttmætar til annara, munu kjósa D-listann 29. janúar. //. G. Eyjólfsson. G. G.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.