Reykjanes - 27.01.1950, Side 11

Reykjanes - 27.01.1950, Side 11
REYKJANES 11 Kosningarahb Nú líður óðum að bæjarstjórnar- kosningum hér í landi. Stjórnmála- mennirnir herða róðurinn, hver á sínu sviði, svo að jafnvel aldrei áður hefur aróðursvélinni verið knúð eins fast og nú, eða svo virðist manni ef dæmi er eftir því sem blöðin flytja. Hér í Keflavík fara nú fram bæj- arstjórnarkosningar í fyrsta sinn og hafa komið hér út blöð sem túlka við horf og skoðanir flestra stjórnmála- flokkanna og í dag kom Röðull — málgagn Alþýðuflokksins. Synd væri að segja að sparað sé lofið um efstu menn listans, enda — hef ég, sem er þeim persónulega kunn ugur — margt gott um þá að segja. En að þeir verði að mestu framfara- og framkvæmdamönnum Keflavíkur- bæjar, við það eitt að skipa efstu sæti Alþýðuflokksins, það líkist lang- mest því að myndirnar af þeim og grein E. G. Þ. um framboðslista Al- þýðuflokksins í Keflavík, hefði staðið í Speglinum. Þegar ég les eða heyri um framúr- skarandi dugnað og fjármálahyggindi Ragnars Guðleifssonar í þágu Kefla- víkurbæjar, hljómar það í mínum eyr- um, sem álíka dómur og ef einhver færi að hrósa mér, fyrir framúrskar- andi íþróttaafrek, eða hve mikill hestamaður ég væri. Það er tiltölulega auðvelt fyrir meiri hluta í hreppsnefnd að ausa út fé hreppsins, taka lán meðan lán fást, en skeyta ekki um hvort hægt er að rísa undir þessu í framtíðinni og kalla þetta síðan framfarir. Þið verðið að fyrirgefa — góðir kjósendur í Keflavík - ég er alinn upp í sveit, á þeim tímum þegar þjóð- in var fátæk. Þá var það tahn dyggð að fara vel með sitt eigið fé — en einkum annarra fé, sem maður væri settur yfir. Þá var í heiðri haft máltækið: „Bóndi er bústólpi, bú er lands stólpi“. Nú kallar Alþýðuflokurinn hér þenn- an hugsunarhátt íhald, ég uni mér vel í þeim íhaldsflokk. Ég var að leita að því í huganum, hvaða atvinnufyrirtæki það væru hér í Keflavík, sem foringjar Alþýðuflokks Ingimundur Jónsson ins eða Alþýðuflokksfélag Keflavíkur hefðu komið á fót og starfræktu nú. Ég fann mjög fátt. Ætli llöðull vildi ekki gefa upplýsingar? Það væri gaman að sjá Ragnar Guð- leifsson reysa og reka atvinnufvrirtæki. Þar myndi ekki verða „sólskin fyrir aftan en myrkur framundan“. Við, sem lifðum heimsstyrjöldina 1914—18 og verðbólguna, sem kom í lok hennar. Þá urðu menn stórhuga, urðu áræðn- ari við að taka lán — enda hægt að fá lán á þeim tíma. Síðan kom hrunið. Afurðirnar okk- ar seldust ekki á erlenda markaðin- um, þeim eina markaði, sem verulega kvað að fyrir okkur. Margir urðu gjaldþrota, en fjöldinn barðist vonlít- illi baráttu við skuldirnar í mörg ár. Sumum var bjargað með kreppuláni, en fæstir réttu við fyrr en á seinni stríðsárunum. Ég var einn af þeim, sem fékk að ganga í gegnum þessa raun og mig hryllir við því, ef íslenzka þjóðin þarf að lenda í slíkri raun eftir undangeng- in veltiár. Það sem við Sjálfstæðismennirnir — sem erum á framboðslistanum við næstu kosningar — viljum fyrst og fremst gera, er að vinna að bættri að- stöðu einstaklinga og félaga til at- vinnurekstrar í bænum. til að hægt sé að halda uppi blómlegu atvinnulífi, því það er undirstaða heilbrigðrar velmegunar. Og að mínu áliti getur komið til greina með bæjarrekstur — ef heilbrigður grundvöllur er fyrir hendi og hæfir menn fást til að stjórna — eins og t. d. bílaútgerðin hérna er rekin. Skúli Hallsson tók við því fyrirtæki á veikum fótum, en vann það upp í ágætt fyrirtæki. Nú stjórna þeir því — að mér virðist — saman Ari Þor- steinsson og Skúli, með dugnaði og festu, enda gengur það vel. Við munum auk þess vinna að bættri gatnagerð, ljúka við skólabygg- inguna sem fyrst, koma sjúkrahúsinu í gang og fjölda margt annað, sem fyrir mun koma á kjörtímabilinu munum við reyna að leysa eftir beztu getu á hverjum tíma. En erfiðust munu fjármálin verða, eins og nú er í pottinn búið, og verða kjósendur nú að gera það upp við sig, hvorum þeir trúa betur að leysa þessi mál, meirihluta síðasta kjörtíma- bils eða Sjálfstæðismönnum. Ingim. Jónsson. Sigurgeir sextugur Þann 19 jan. 1950 átti Sigurgeir Guðmundsson, Akurgerði, Innri-Njarð vík, sextugsafmæli. Þann dag heim- sóttu hann margir sveitungar hans, ættingar og vinir. Sigurgeir er drengur góður, skyldu- rækinn og vandvirkur, enda gegnt mörgum trúnaðarstörfum í þágu sveit- ar sínnar. Hann hefur verið hreppstjóri, sátta- nefndarmaður, í skattanefnd, forstjóri sjúkrasamlags Njarðvíkurhrepps, vél- bátaábyrgðarfél. Reykjanes o. fl. Hann vann ásamt fleirum að endur- reisn Njarðvíkurkirkju og má telja víst að hann hefur átt drúgan þátt í að það tókst, enda er það eitt af hans mestu áhugamálum. Við vinir hans flytjum honum á þessum tímamótum beztu þakkir fyrir vel unnin störf og óskum honum langra lífdaga. M. Ó. Kjósið D-llstann

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.