Nesfréttir - 01.06.2023, Side 2

Nesfréttir - 01.06.2023, Side 2
Unnið er að því að reisa nýjar færanlegar einingar fyrir Leikskóla Seltjarnarness á lóðinni Skólabraut 1. Er það gert í tengslum við fyrirhugaða byggingu á nýjum leikskóla. Nýja húsnæði leikskólanns á Skólabrautinni mun bera nafnið Skólabrekka og kemur í stað Fögrubrekku sem nú stendur á lóðinni Suðurströnd 1 en víkur þaðan vegna áforma Seltjarnarnesbæjar um byggingu á nýjum tveggja hæða leikskóla "Undrabrekku" sem þegar hefur verið kynnt.  ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Borgarblöð ehf. NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Bókasafnið Bókasafn Seltjarnarness á sér 138 ára sögu. Upphaf þess má rekja til Lestrarfélags Seltjarnarness sem var stofnað 1885 af Framfarafélagi Seltjarnarness. Óbein tengsl þess við upphaf skólahalds á Nesinu eru augljós. Áþessum tíma var fólk að vakna til vitundar um nauðsyn þess að miðla upplýsingum og vitneskju til almennra borgara. Um það vitan mörg lestarafélög sem stofnað var til undir lok 19. aldar. Áþessum tíma var lestrarkunnátta að verða nokkuð almenn og tilvalið að nota mátt hins ritaða máls til þess að ná til fólks. Bæði í fróðleiks og skemmtunar. Áþeirri bráðum einni og hálfri öld sem liðin er frá stofnun lestrarfélagsins hefur margt gerst. Bókasafninu hefur vaxið fiskur um hrygg. Umfang aukist og þjónusta eflst og batnað. Með flutningi bókasafnsins á Eiðistorg opnuðust nýir möguleikar. Safnið var komið í alfara leið þar sem það tengdist mannaferðum til verslana og annarra hluta. Flutningurinn hélst í hendur við breytt hlutverk safnsins. Lengst af voru útlán bóka til lestrar helsta hlutverk þess og markmið. Á síðustu árum hafa almenningsbókasöfn verið að þróast í alhliða menningarmiðstöðvar þar sem efnt er til marvíslegra listviðburða. Þetta hefur átt sér á Seltjarnarnesi líkt og víða annars staðar. Leið ari www.systrasamlagid.is Einingar reistar fyrir nýja leikskólabyggingu Unnið að flutningi eininganna.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.