Nesfréttir - 01.06.2023, Qupperneq 14

Nesfréttir - 01.06.2023, Qupperneq 14
14 Nesfrétt ir G R Ó T T U S Í Ð A N www.grotta.is Auður Anna með silfur í stökki á Norðurlandamóti 170 GETRAUNANÚMER GRÓTTU GETRAUNIR.IS 7. flokkur kvenna á Nettómóti Keflavíkur 7 flokkur kvenna skellti sér á Nettómót Keflavíkur í byrjun júní. Grótta fór með þrjú lið á mótið og stóðu stelpurnar sig gríðarlega vel. Dagskrá mótsins var ekki af verri endanum en stelpurnar léku fjölmarga leiki ásamt því að fara í hádegismat, bíóferð, hoppukastala og enduðu svo mótið á pizzuveislu, verðlaunaafhendingu og skemmtun með Siggu Ózk. Þá var leiðinni haldið á Seltjarnarnes þar sem þær gistu saman í íþróttahúsi Gróttu. Mikil upplifun fyrir stelpurnar sem sköpuðu góðar minningar saman um helgina. Norðurlandamót unglinga í áhaldafimleikum fór fram í Helsinki helgina 18. – 20. maí. Auður Anna Þorbjarnardóttir frá Gróttu náði þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti. Hún varð í 13. sæti í fjölþraut, stigahæst íslensku stúlknanna. Auður hefur síðan verið valin af landsliðsþjálfurum í næsta verkefni sem er EYOF (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Maribor, Slóveníu, dagana 23.­29. júlí. Yngra ár 6. flokks karla skellti sér á SET-mótið á Selfossi í byrjun júní. Grótta fór með fjögur lið á mótið en eldra ár flokksins fer á Orkumótið í Eyjum í lok mánaðarins. Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel í sólinni á Selfossi og vann eitt Gróttuliðið sinn riðil og fór heim með bikar í fararteskinu. Vel gert strákar! 6. flokkur karla gerði það gott á Set mótinu Fjórði flokkur kvenna ferðaðist til Salou og keppti á Barcelona Girls Cup en þar voru 60 lið frá 10 löndum sem tóku þátt í mismunandi aldursflokkum. Þjálfararnir Júlíus Ármann Júlíusson og Þorsteinn Halldórsson fylgdu stelpunum út en mikil spenna hafði verið fyrir ferðinni. Stelpurnar æfðu miðvikudag, fimmtudag og föstudag við frábærar aðstæður áður en mótið var spilað laugardag og sunnudag. Stelpurnar náðu góðum árangri á mótinu og sköpuðu góðar minningar með liðsfélögunum sínum. A­lið Gróttu/KR sigraði mótið en þær mættu Val í úrslitum þar sem Grótta/KR bar sigur úr býtum, 2­0. Matthildur Eygló var valin besti markmaður mótsins og Rakel Grétarsdóttir var markahæst með 10 mörk. Þá var Kara Guðmundsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótsnefnd ásamt því að vera næstmarkahæst með 9 mörk. B­lið Gróttu/KR endaði í 13. sæti eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni og C­lið Gróttu/KR endaði þá í 12. sæti eftir hetjulega baráttu í leik gegn Jardar Football frá Noregi. Öll lið stóðu sig frábærlega og voru félögum sínum til sóma í ferðinni. Til hamingju með frábæran árangur stelpur. Glæsilegur árangur hjá fjórða flokki kvenna á Barcelona Girls Cup!

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.