Vesturbæjarblaðið - jul 2023, Qupperneq 4
Pétur Marteinsson framkvæmdastjóri ráðgjafa
fyrirtækisins Borgarbrags ræðir við Vesturbæjar
blaðið að þessu sinni. Pétur er Breiðhyltingur en
hefur búið í Vesturbænum síðan 2007 eftir 12 ára dvöl
erlendis. Hann er fyrrum knattspyrnumaður en hefur unnið
mikið að skipulagsmálum á undanförnum árum og komið
að fjölda verkefna á því sviði. Hann var fyrst inntur eftir af
hverju hann hafi kosið Vesturbæinn.
”Þegar að við fluttum heim eftir að
hafa búðið 12 ár erlendis fórum við
að hugsa okkur um hvar við ættum
að setjast að. Við fórum að velta
ýmsum byggðum fyrir okkur. Mörg
hverfi í Reykjavík eru ágæt og ég er
alinn upp í Efra Breiðholti. En þótt
að ég þekkti það hverfi vel þá voru
flestir félagar mínir fluttir niður í bæ
og einkum í Vesturbæinn. Þegar við
vorum að íhuga þetta og ræða talaði
svolítið til okkar að flytja í hverfi sem
tala mætti um sem bæ í borginni.
Okkur fannst Vesturbærinn uppfylla
þau skilyrði best af þeim hverfum
sem við skoðuðum..”
Vesturbærinn eins
og bæjarfélag
Pétur segir eftirsóknarvert að
búa til litlar byggðir inn í stærra
samhengi sem virki eins og lítil
bæjarfélög. Nærumhverfið verði
sterkt, stutt í alla þjónustu og
áhugavert mannlíf. Fólk sem búi í
nágrenni hvors annars geti hist og
kynnst hvort sem það er að fara í
sund eða í göngu með hundinn
eða annað sem tilheyrir daglegu
atferli. “Þessa bæjarmynd má finna
í ýmsum hverfum en okkur fannst
Vesturbærinn komast einna næst
henni. Þaðan er stutt í miðbæinn,
stutt að sjávarsíðunni og stutt í
háskólann þar sem konan mín
vinnur. Þetta talaði mikið til okkar
og við höfum verið hér í Vestur
bænum frá 2007 eða liðlega í einn og
hálfan áratug.”
Stutt að fara til vinnu
Pétur segir að Breiðholtið hafi
sterk einkenni bæjar í borgarmynd
inni og Árbærinn einnig. Grafar
vogurinn sé annað dæmið um
hverfi sem geti verið bær í borginni
og í Laugardalnum megi sjá þessi
merki. “Eftir að hafa búið bæði í
Osló og Stokkhólmi langaði mig til
þess að vera ekki háður því að vera
alltaf á bíl. Að krakkar gætu verið í
leikskóla, skóla og frístundum
nálægt heimilinu. Við það bætist
sú staðreynd að flestir vinnustaðir
eru vestan Kringlumýrarbrautar. Við
sáum fram á að við myndum vinna á
þessu svæði og þannig væri stutt að
fara til vinnu.”
Sterk borgarhverfi
eftirsóknarverð
“Ég held að sterk borgarhverfi séu
eftirsóknarverð. Einkenni margra
stórra borga jafnvel með tug milljónir
íbúa eru sterk borgarhverfi. Dæmi
um það má nefna að margir íbúar
Lundúna hafa aldrei komið á
Piccadilly sem er ein af aðalgötum
miðborgarinnar. Ég veit að félagar
mínir úr fótboltanum Eiður Smári og
Hermann Hreiðarsson sem bjuggu í
London þekktu borgina ekki eins vel
og margir Íslendingar, sem ferðast til
borgarinnar, en þeir þekktu sitt hverfi
mjög vel. Hverfi sem voru mikið fjöl
mennari en öll Reykjavík. Hverfi þar
sem voru leikhús, bíó, veitingahús
og garðar og flest sem fólk vill hafa
í kringum sig.“
Litið á mig sem aðfluttan
Pétur víkur að þörf fólks fyrir að
skilgreina sig. „Ég held að flestir
hafi þörf fyrir það. Ég skilgreini mig
sjálfur sem Breiðhylting þótt ég hafi
búið lengur í Vesturbænum því ég
sleit barnsskónum þar og ólst upp.
Rétt eins og fólk skilgreinir sig sem
Skagfirðinga eða Hornfirðinga eftir
uppruna sínum. Ég er enn með
sterkar tilfinningar til Breiðholtsins.
Ég byrjaði í fótbolta í Leikni. Gekk
allan grunnskólann í Hólabrekku
skóla. En svo er ég líka orðinn mikill
Vesturbæingur. Dóttir okkar fór á
Hagaborg, gekk í Melaskóla og síðan
Hagaskóla. Svo fékk ég tækifæri til
að spila með KR í tvö ár og síðar
stofnaði ég með vinum mínum
Kaffihús Vesturbæjar. Maður nær
kannski aldrei að skjóta rótum eins
og innfæddur og ég held að Vestur
bæingar líti heldur ekki á mig sem
Vesturbæing heldur aðfluttan.“
Um 450 íbúar á hvern
ferkílómetra
Pétur segir Vesturbæinn hafa
verið skipulagðan sem blandaða
byggð. „Hann býr að því í dag. Hér
eru allar gerðir af íbúðum allt frá
risi ofan í kjallara. Líka stórar hæðir,
blokkir og einbýlishús. Hér er líka
stutt í alla þjónustu. Þetta held ég
að hafa verið mjög heppilegt. Mörg
hverfi í Reykjavík eru tiltölulega
þétt út frá hverfislegu sjónarmiði.
Í Vesturbænum eru rúmlega 50
íbúar á hvern hektara eða um fimm
þúsund manns á hvern ferkílómetra.
Í Hlíðunum búa allt að sjö þúsund
manns á hverjum ferkílómetra og
í báðum þessum borgarhlutum er
mikið af grænum svæðum. Í Vestur
bænum get ég nefnt strandlengjuna
við Ægisíðuna og marga litla græna
garða inn á milli húsa sem dæmi.
Klambra túnið og Öskjuhlíðin
er í Hlíðunum. Þótt þetta séu þétt
hverfi vantar ekki græn svæði innan
þeirra. En það sem er áberandi í
Reykjavík er hversu byggðinni sem
heild hefur verið dreift mikið. Land
fræðileg nýting þegar miðað er við
íbúa á hvern ferkílómetra afar lítil í
Reykjavík. Um 450 íbúar eru á hvern
ferkílómetra sem er langt undir
öllum þeim borgum sem við berum
okkur saman við. Í Kaupmanna
höfn eru tæplega sjö þúsund íbúar
á ferkíló metra og yfir fimm þúsund
í Stokkhólmi. Á Friðriksbergi
sem er hverfi í Kaupmannahöfn
eru allt að tólf þúsund manns á
hverjum ferkílómetra.“
Umferðarmannvirki í Reykjavík
taka megnið af borgarlandinu
vegna þess hversu mikið við höfum
dreift byggðinni.
Bíllinn varð allsráðandi
Pétur segir að þegar verið sé að
skipuleggja borgir þurfi að ákveða
hvar fólk eigi að búa. „Því miður
vorum við að þróa borgina okkar
á tímabili þar sem einkabíllinn
réð öllu. Hér fylltist allt af bílum á
skömmum tíma. Þegar gjaldeyris
höftin voru aflögð um 1960 varð
bíllinn tákn um ákveðna velmegun.
Við sjáum fyrir okkur borgir í öðrum
löndum sem byggðust á svipuðum
tíma eins og borgir í Texas og Florida
sem er meira og minna undirlagðar
af stórum umferðarmannvirkjum.“
Í Reykjavík eru skráðir 1,3 bílar á
hvern íbúa 17 ára og eldri á meðan
t.d. í Stokkhólmi eru 0,35% af öllum
íbúum á bíl. Þetta sýnir okkur að
við höfum dreift borginni of mikið
og það væri óskynsamlegt að halda
áfram á þeirri vegferð.”
Um 20 þúsund manns á
fimm árum
„Nú liggur fyrir að taka ákvarðanir
um hvar næstu 30 þúsund Reykvík
ingar eiga að búa. Á næstu fimm
árum má gera ráð fyrir að íbúum
Reykjavíkur, og þá er ég bara að tala
um Reykjavíkurborg en ekki allt
höfuðborgarsvæðið, muni fjölga
um 20 þúsund manns. Árið 2028
eftir fimm ár gætu íbúar Reykja
víkur vera orðnir um 160 þúsund.
Við verðum að byggja yfir þetta fólk
og þá þarf að ákveða hvar það á að
búa. Þetta er stóra spurningin. Á að
hverfa aftur til gamla skipulagsins og
dreifa byggðinni sem mest. Hvaða
afleiðingar myndi það hafa. Þær að
fólk myndi þurfa að aka meira og
eyða miklum tíma í bíl með þeim
afleiðingum sem það hefur. Meiri
mengun og tímaeyðslu. Ef við náum
að þétta byggðina meira munum
við nálgast þessar gömlu borgir sem
tókst að skipuleggja mun þéttar á
sínum tíma þannig að fleira fólk býr
á hverjum ferkílómetra. Ég held að
fólki muni líða mun betur í þannig
borg en að vera dreift út um allt. Í
borgarhverfum sem eru stöðugt í
meiri fjarlægð frá borgarkjarnanum
með flóknar vegtengingar.
Dreifðari byggð í austur myndi
hafa takmörkuð áhrif á okkur í
Vesturbænum en væri mjög slæm
fyrir fólk sem býr nú í hverfunum
fyrir austan Kringlumýrarbrautina.
Fólk t.a.m. í Grafarvogi, Árbæ og
meðfram Miklubrautinni myndu
finna mest fyrir aukinni umferð,
töfum og mengun ef það yrði ákveðið
að stækka borginna til austurs.”
Kostnaðarsamt að byggja
ný hverfi
„Umræðan snýst líka um að verið
sé að ganga á græn svæði sem ég tel
að ekki sé fótur fyrir. Í hvert skipti
sem nýtt land er brotið undir byggð
er vissulega oft verið að ganga á
græn svæði og þar með náttúruna.
En það á við um alla nýja byggð og
alls ekki bara á þéttingarreitum.
Þá má heldur ekki gleyma því að
kostnaðar samt er að byggja ný hverfi
utan við aðrar byggðir. Þar þarf að
að byggja alla innviði frá grunni og
halda þeim við. Byggja vegi. Leggja
lagnir. Byggja þjónustustofnanir á
borð við leik og grunnskóla. Gera
íþróttafélögum og félagsmiðstöð
vum kleyft að starfa og fleira sem
þarf að vera til staðar.“ Pétur tekur
dæmi af Portland Oregon. Hann lýsir
hvernig þessi mál hafi verið leyst þar
á áttunda áratug liðinnar aldar. Segir
að þar hafi verið dregin ákveðin lína
í kringum borgina vegna þess hversu
mikið var farið að ganga á náttúruna.
Síðan hafi verið ákveðið að byggja
ekki utan þessarar línu heldur byggja
inn á við. „Og hvað gerðist. Borgin
þéttist og var bæði miklu líflegri og
skemmtilegri. Háskólalífið efldist
og ný fyrirtæki tóku að skjóta rótum
ekki síst minni fyrirtæki. Grænu
svæðin og náttúran í kringum
Portland er algjör paradís fyrir útiv
istarfólk í dag sem annars hefði lent
undir ný hverfi“.
Norrænar borgir eru mikið
þéttari
Osló barst í tal en Pétur bjó þar
um tíma. Hann segir að borgin
hafi þanist nokkuð út en dæminu
hafi verið snúið við og áhersla
lögð á innri uppbyggingu. „Þar er
Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2023
Pétur Marteinsson.
4
Tölvulíkan af yfirhugaðri byggð í Skerjafirði. Tekið skal fram að um líkan er að ræða sem sýnir ekki endanlegt
útlit mannvirkja.
Sterk borgarhverfi
eru eftirsóknarverð