Vesturbæjarblaðið - jul. 2023, Side 11

Vesturbæjarblaðið - jul. 2023, Side 11
11VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2023 Egill Ólafsson söngvari, leikari Þursaflokks- og Stuðmaður með mörgu öðru er borgarlistamaður Reykja víkur 2023. Dagur B. Eggerts son borgarstjóri útnefndi Egil við hátíðlega athöfn í Höfða á dögunum. Útnefningin er heiður s viðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Lista- manninum var veittur ágrafinn steinn, heiðurs skjal og verð launa fé og fluttu Ellen Kristjánsdóttir, Diddú, Ólafur Egilsson og Jónas Þórir tónlist úr smiðju Egils við tilefnið, auk þess sem barnabarn Egils og al nafni lék eigin útsetningu af laginu Ekkert þras. Egill hefur verið mikilvirkur í íslensku listalífi í nærri hálfa öld sem söngvari, leikari og tónhöfundur. Hann hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Spilverki Þjóðanna, Þursaflokknum og Stuð mönnum sem hann er trúlega einna þekkastur fyrir. Að auki hefur hann hefur sungið í fjölmörgum söng leikjum, leikið í kvikmyndum, í sjónvarpi og á sviði og samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu leikhúsverk, þar af þrjá söngleiki; Gretti, Evu Lunu og Come Dance With Me sem sýnt var á Off Broadway. Hljómplötur og geisladiskar sem Egill hefur komið að nálgast hundraðið, þar sem hann ýmist semur, syngur eða leikur á hljóðfæri og lög sem honum tengjast skráð hjá STEFi eru rúmlega sex hundruð. Nýlega var sýnd heimildarmynd um starf Egils og félaga hans í Þursa flokknum, þar sem hann starfaði sem forsprakki og aðaltónhöfundur. Níu sólóplötur Nýjasta plata Egils kom út á sjötugsafmæli hans fyrr á þessu ári, tu duende – el duende, þar sem gætir áhrifa karabískrar tónlistar en platan var unnin í samstarfi við kúbverska og sænska tónlistarmenn en alls eru sólóplötur Egils níu talsins. Platan Fjall sem kom út árið 2018 var tilnefnd til Íslensku tónlistar verðlaunanna og lagið Hósen gósen af henni hlaut verðlaunin Lag/tónverk ársins í opnum flokki. Þá hefur leikhústónlist Egils komið út á geisla­ diski undir heitinu Brot. Egill hefur einnig fengist við ljóðagerð um árabil og síðasta haust kom út önnur ljóðabók hans hjá bókaforlaginu Bjarti. Bókin ber heitið Sjófuglinn og var tilnefnd til ljóða verðlaunanna Maístjörnunnar. Ný ljóðabók úr smiðju Egils er ennfremur væntanleg með haustinu. Stuðmenn sérstaklega heiðraðir árið 2018 Egill hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og tilnefningar á ferli sínum, bæði sem sjálfstæður listamaður og í félagi við Stuðmenn. Egill var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2015, var gerður að heiðursfélaga í FTT og STEFi árið 2013, og hlaut bæði Gullmerki STEFs og Hlustendaverðlaun Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrr á þessu ári. Egill hefur margoft verið tilnefndur til Eddunnar og Íslensku tónlistar­ verðlaunanna, þar sem hann hefur í tvígang hlotið útnefninguna Söngvari ársins. Árið 2018 voru Stuðmenn sérstaklega heiðraðir á Íslensku tónlistarverðlaununum, árið 2011 hlutu þeir viðurkenningu á Degi íslenskrar tungu og árið 2008 var hljómsveitin heiðruð af Félagi íslenskra hljómlistarmanna fyrir framlag sitt til íslenskrar hljómlistar. Verk Egils eiga en eftir að birtast því á komandi vetri verður frumsýnd nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Þar fer Egill með aðalhlutverk. Egill Ólafsson. Egill Ólafsson borgarlistamaður KLAPPARSTÍGUR 29 UMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Vorum að fá nýjar vörur frá STUDIO og GOZZIP Laugarnar í Reykjavík Fyrir líkama og sál

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.