Vesturbæjarblaðið - nov. 2023, Síða 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Um brot: Borgarblöð ehf.
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
10. tbl. 26. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi varpar fram
athyglisverðri hugmynd í viðtali hér í blaðinu. Hún hefur einnig
flutt tillögu í borgarstjórn um málið og hún verið samþykkt.
Hugmynd Ragnhildar Öldu er að heimili geti komið upp
sólarsellum og unnið með þeim raforku til eigin nota
fyrir heimili sín.
Ljóst er að raforku skortir hér á landi. Einnig er ljóst að orkuskipti
sem unnið er að kalla á enn meiri framleiðslu á raforku en áður
var gert ráð fyrir.
Forstjóri Landsvirkjunar telur að græn orka sé uppseld í landinu.
Nú þegar hefur um 26% af öllu landsvæði á Íslandi verið
friðað. Öll landnotkun orkugeirans nær þó aðeins til um 0.6%
af landinu. Þótt framleiðsla á grænni orku yrði þrefölduð næði
landnotkunin ekki 2%.
Óraunhæf sjónarmið hafa ratað inn í stjórnkerfið og ráða þarna
nokkru um. Rammaáætlun um orkunýtingu hefur verið að
tefja en ekki að virka.
Svo virðist að gleymst hafi að náttúruvernd og framleiðsla
grænnar orku eru af hinum sama meiði. Sjónarmið sem þurfa
að ná saman.
Raforka er ein aðalforsenda þess að hægt sé að skapa störf í
landinu. Án raforku verður lítið um atvinnusköpun sem er
mikilvæg því landsmönnum fjölgar og skapa þarf störf fyrir komandi
kynslóðir.
Hugmynd Ragnhildar Öldu er einkar athyglisverð. Framleiðsla
heimaorku með sólarsellum getur orðið hluti af grænni
orkusköpun framtíðarinnar.
Heimaorka
NÓVEMBER 2023
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Fyrirhugað er að koma upp fjölorkustöð við
Fiskislóð í Örfirisey. Festi ehf. hefur sótt um leyfi til
Reykjavíkurborgar um uppbyggingu fjölorkustöðvar
N1 á lóðinni Fiskislóð 15 til 21 á Granda. Á lóðinni
eru verslanir Krónunnar, Jysk, Elko og Byko. Í næsta
nágrenni, Ánanaustum, er Olís með bensínstöð. Þar
er einnig hraðhleðslustöð Ísorku.
Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna
Fiskislóðar 15 til 21 verður komið fyrir þremur nýjum
byggingarreitum þannig að búnaður til eldsneytissölu
og rafmagnshleðslu komist fyrir í jaðri lóðarinnar.
Komið verður fyrir tveimur dælum fyrir fjóra bíla og
búnaði til rafhleðslu fyrir allt að átta bíla. Með því móti
veður hægt að orkuvæða bíla hvort sem þeir ganga fyrir
rafmagni, bensíni eða dísilolíu.
Fjölorkustöð við Fiskislóð
Stórt verslunarsvæði er við Fiskislóð á Örfirisey.
Vinnusmiðjum með yfir 200
unglingum í Reykjavík er lokið.
Vinnusmiðjunum er ætlað að
ýta undir lýðræðislega virkni
nemenda í skóla- og frístunda-
starfi og möguleika þeirra til að
hafa áhrif á eigið nám. Margar
fráb ærar, skemmtile gar o g
fram sýnar hugmyndir komu
fram í hópastarfinu. Í þessu
sam bandi var líka fjallað var
um hlutverk nemendafélaga og
félagsmiðstöðvaráða.
Ma r g a r h u g m y n d i r k o m u
fram þegar unglingarnir lögðust í
hugmyndavinnu um tilhögun
skólastarfs. Mörg töldu mikilvægt að
efla ætti iðn-, tækni og verkgreinar í
grunnskólum, eins komu fram vilji
til að efla lífsleikni og kynfræðslu og
að læra meira um praktísk mál eins
og um fjármál, skatta, íbúðakaup.
Þá komu fram hugmyndir eins og að
hefja fornám ökunáms í grunn skóla,
að hægt væri að velja hvaða
tungumál sem er í stað dönsku. Flest
virtust á því að halda í hefðbundnu
kjarnagreinarnar eins og íslensku,
stærðfræði, ensku og samfélags-
fræði. Þá komu ýmsar hugmyndir
um þann tíma sem skólastarf ætti
að standa yfir. Sumir voru á því að
styttri hlé og þéttari skóladagur væri
málið á meðan aðrir vildu jafnvel
lengja skóladaginn en fá í staðinn
lengri hlé og matartíma til að njóta
samvista hvert við annað.
Notalegt umhverfi
í nýjum skóla
Ýmsar hugmyndir komu fram
varðandi hönnun nýs unglinga-
skóla. Notalegt umhverfi var til
umræðu og einnig nefnd aðstaða
til að hita samlokur og núðlur og að
gott væri að hafa lágvöruverslun í
nágrenni við skólann. Fram kom að
verðbólga gæti sligað Ísland næstu
árin sem yrði áskorun og greinilegt
var að núverandi efnahagsástand
setti mark sitt á umræðuna.
Tíu nemendur
frá hverjum skóla
Allt að tíu nemendur auk tveggja
til fjögurra starfsmanna frá hverju
grunnskóla í Reykjavík komu til
vinnusmiðjunnar. Hver smiðja stóð
yfir í tvo daga í fimm tíma í senn.
Smiðjurnar byggja á aðferðar-
fræði samfélagslegrar ný sköpunar
þar sem allir þátttakendur fá
rödd og tækifæri til að taka þátt í
samtali og samsköpun hugmynda.
Dagskrá beggja daganna skiptist í
stutt innlegg, verkefni þar sem
kafað er dýpra í viðfangsefnið, leiki
og æfingar þar sem þátttaken-
dur æfa sig í að hugsa á skapandi
og lausnarmiðaðan hátt og setja
sig í spor annarra.
Vilja meiri tækni-
og verkmenntun
Frá Vinnusmiðjunum.
Vinnusmiðjum ungmenna lokið