Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 13
19. janúar 2023 | | 13
Arnar Sigurmundsson spurði
hvort ég ætlaði ekki að koma út
í Eyjar að vinna hjá Viðlagasjóði
við hreinsun bæjarins, það vantaði
fólk. Jú, það gæti verið, sagði ég,
en hvar átti ég að búa? „Hjá mér,
auðvitað!“ Degi síðar var ég kom-
inn til Eyja, á Bröttugötu 30, þar
sem ég bjó um sumarið og langt
fram á haust.
Gosið var enn í gangi, drunur
annað slagið og mökkur upp úr
gíg Eldfells. Ég skoðaði mig
um fyrsta daginn, fór inn á nýja
hraunið og stiklaði þar um. Ég
fór ekki nógu gætilega og munaði
minnstu að nýstorkið hraun brysti
undir fæti mínum og ég sykki í
glóðina. En allt fór vel. Ég byrjaði
að moka vikri næsta dag við
gömlu blokkina.
Bjartsýni bæjarstjórinn
Þegar liðið var fram á kvöld
einhvern fyrstu daganna og við
stóðum í mokstri vestast í bænum
opnaði einhver í vinnuflokknum
fyrir útvarp (tansistor-tæki) til að
við gætum hlustað á Eyjapistil.
Umsjónarmennirnir Gísli og
Arnþór Helgasynir töluðu þá við
Magnús H. Magnússon bæj-
arstjóra um hreinsun bæjarins.
Magnús var að venju bjartsýnn:
„Jú,“ sagði Magnús, „við áætlum
að vikurhreinsun verði lokið í
september.“ Við, sem stóðum
þarna í svörtum vikurskafli og
horfðum austur yfir bæinn á kafi
í vikri, tókum bakföll af hlátri.
„Hann er alltaf eins, hann Magn-
ús, sami skýjaglópurinn! Þetta
er algerlega ómögulegt“ sagði ein-
hver. En svo fór að spá Magnúsar
rættist og búið var að hreinsa
götur og húsalóðir í vestur- og
miðbæ fyrir haustið.
Gjallhreinsunin sumarið 1973
var eftirminnilegt ævintýri. Unnið
var á vöktum allan sólarhringinn
meðan bjartast var með skófl-
um, Broyt-gröfum og fleiri
ámoksturstækjum, Bobcat m.a.,
að ógleymdum Hy-Mac belta-
gröfum. „Útlendingahersveitin“,
erlendir sjálfboðaliðar, hreinsaði
kirkjugarðinn og fleira.
Að kvöldi 2. júlí seig Súlli John-
sen fyrstur manna ofan í gíginn.
Eldgosinu var lokið!
Minnisstætt kompaní
Hjá Arnari á Bröttugötu 30 þrí-
menntum við þetta sumar í svefn-
herberginu, Arnar, ég og Dagur,
þáverandi mágur hans, en í minni
herbergjum sváfu skókaupmað-
ur Axel Ó. Lárusson, þá orðinn
vörubílstjóri, og Helgi Ólafsson
skákmeistari, mokari á vöktum.
Aldrei hafði ég á þessum tíma
rænu á að skrá dagbók eða taka
ljósmyndir svo að búa mætti at-
burðum daganna varanlegan stað
handa þeim sem síðar koma, lifði
bara í núinu. Atvikin öll hafa því
aðeins geymst í minni mínu, en á
þeirri tíru slokknar fyrr eða síðar.
Fyrstu búslóðir koma heim
Í júlí hætti ég skófluburði og tók
við Skipaafgreiðslu Hafnarsjóðs
(Herjólfs) af Sigurgeiri Sigur-
jónssyni frá Laugalandi sem loks
fór í frí, langþreyttur af amstrinu.
Ég flutti mig á skrifstofu hans
á Básaskersbryggju og fékk
Land Rover-jeppann sem fylgdi
embættinu þótt próflaus væri. Lög
og reglur giltu ekki að öllu leyti
í Eyjum þennan tíma. Ég tók að
færa farmskýrslur, reikna hafnar-
gjöld og afgreiða úr vörugeymsl-
unni eftir fylgiskjölum. Allt var
þetta nýtt og eins og algebra fyrir
mér.
Nokkrum vikum síðar byrjuðu
fyrstu búslóðirnar að berast til
Eyja á ný með skipinu. Það var
ekki minna ævintýri. Aðstæður
voru erfiðar, þröngt á bryggj-
unni og gamli Herjólfur hvorki
gerður fyrir gáma- né bílflutninga.
Ég dáðist að Boga Einarssyni
skipstjóra hvernig hann stjórnaði
hleðslu og uppskipun af einstæðu
öryggi og þá ekki síður Magnúsi
Guðjónssyni á Reykjum sem náði
með litla krananum á bíl sínum
búslóðar-gámum úr skipinu og
upp á bílpallinn þótt allt ætlaði þá
og þegar að bresta og bíllinn að
velta á hliðina.
Það var hugur í fólkinu sem vildi
heim á ný, bjartsýni þess jaðraði
stundum við yfirspennu tauga og
tilfinninga, að mér fannst.
Lífið fer í gang á ný
Vanagangur lífsins tók nú smám
saman við eftir því sem leið á
árið. Seint um haustið fór ég til
Reykjavíkur og hélt áfram námi
mínu þar sem frá var horfið.
Yfir byggðinni í Eyjum, svo
breytt sem hún var orðin og svört,
tók að kvikna ljós á ný með skóla,
heilsugæslu og ýmissi annarri
þjónustu, verslunum, félags- og
kirkjustarfi og kraftmikilli útgerð
og fiskvinnslu. Fyrsti almenni
fundur bæjarstjórnar í Eyjum
síðan fyrsta gosdaginn var haldinn
28. sept. 1973. Nú urðu aftur
kaflaskil, uppbyggingin að hefjast.
Ég hafði eftir allt saman fengið
að taka þátt í einstæðri og sigur-
sælli baráttu Vestmanneyinga við
eldgosið og afleiðingar þess. Það
var ómetanleg reynsla.
Elsti Herjólfur kemur nýr til hafnar í Vestmannaeyjum. Mynd: Sigurgeir Jónasson.
Við styðjum
STRÁKANA
OKKAR
alla leið
ÁFRAM ÍSLAND!