Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 16
16 | | 19. janúar 2023 Í jólablaði Frétta 1989 var stórt viðtal við Garðar Sigurðsson sem var bæjarfulltrúi og síðar þing- maður Alþýðubandalagsins. Garð- ar hafði setið tvö ár á þingi þegar Heimaeyjargosið hófst, 23. janúar árið 1973. Hann ætlaði til Eyja þá um helgina en komst ekki vegna veðurs, en var í fyrstu flugvélinni sem lenti á Vestmannaeyjaflug- velli þá um nóttina. Hvernig var þér innanbrjósts? „Ég man það ekki svo, en þetta var hræðilegt. En þegar upp var staðið var þetta alveg einstaklega vel lukkað gos ef svo má segja, að það skuli koma upp eldgos í kaup- stað, enginn ferst og allir komast strax í burtu. “ Garðar átti sæti í stjórn Viðlaga- sjóðs og starfaði mikið að því er laut að gosinu. Fólksflutning- um, húsnæðismálunum, upp- byggingunni og bótum sem Eyja- mönnum voru ætlaðar. „Menn voru hundóánægðir með bæturnar sem komu misjafnlega niður. Þær voru miðaðar við brunabótamat og þeir sem höfðu lagað húsin sín án þess að láta meta upp á nýtt fóru illa út úr þessu.“ Ein martröð allt saman Garðar segist aldrei hafa efast um að Vestmannaeyjar byggðust á ný. „Ég var alveg viss um það og það er skjalfest, en það voru menn í Vestmannaeyjum sem voru vissir um að þetta myndi ekki blessast. Maður sá að hraunið þykknaði fljótt þegar leið á gosið, svo hallaði frá sprungunni til sjávar og einnig hafði kælingin einhver áhrif. Það er náttúrulega mikil tilviljun að gosið kom upp austan við alla byggð. Við getum gert okkur í hugarlund hvað hefði gerst ef það hefði komið t.d í gegnum Skólaveginn. Þetta var sjálfsögðu rosalegt sjokk. Svo komu snjóflóðin á Norðfirði rétt á eftir. Þetta var ein martröð allt saman. Það var einstök lukka að það fór ekki steinn inn fyrir hafnargarðinn og ég held að kæl- ingin hafi haft þar einhver áhrif.“ Garðari finnst enn þann dag í dag að þetta hafi verið ansi mikið að fá þetta allt yfir sig á fyrsta kjör- tímabili sínu, en áfram hélt lífið. „Ég var nú bara hérna í stofunni að hlusta á plötur og um kvöldið var ég búinn að telja 15 jarð- skjálftakippi. Svo fór ég að sofa um hálf tvö leytið um nóttina. Ég var alveg sannfærður um að þarna væri Katla að fara af stað,“ segir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri um gosnóttina í viðtali við hann og Mörtu Björnsdóttur konu hans í Jólablaði Frétta 1987. Magnús var svo vakinn klukkan 01:57 og er Ása, kona Páls tækni- fræðings í símanum. „Hún biður mig um að líta í austur og segir að það sé ábyggi- lega eldur austur á eynni. Ég kíki út og sé bjarmann, sannfærður um að þarna sjáist glampinn af Kötlu en þegar ég kom út sá ég að þetta var bara hérna rétt fyrir austan.“ Marta varð að bjarga sér sjálf. „Eftir að þetta er komið af stað, fer Magnús héðan út og ég sé hann ekki fyrr 10 dögum síðar,“ segir Marga. „Ég mátti eiga mig. Palli Zóph. og Ása komu hingað á bílnum og tóku mig og krakkana og þrjár litlar stelpur sem voru hérna í næsta húsi. Þær voru einar heima og ég tók þær að sjálfsögðu með. Við héldum til í húsinu hans Palla vestur á Illugagötu þar til við komumst í bát.“ Fór með Fífil „Páll var rokinn út með það sama eftir að hafa komið okkur þangað. Það leið dágóð stund þangað til hann kom æðandi og sagði að allir bátar væru farnir og við yrðum að drífa okkur. Við komumst í loðnubátinn Fífil frá Hafnarfirði og ég segist alltaf hafa farið með Fífil, en ekki Fífli og það stendur enn. Og ég held að hann hafi verið síðasti báturinn héðan, þá var klukkan orðin sex um morguninn,“ sagði Marta sem bætir við að Magnús hafa drifið sig út til að taka myndir af gosinu, en árangurinn hafi ekki verið í samræmi við viljann. „Það sést jú einhver eldur á myndunum, en lítið annað“, segir Marta. Foreldrar stúlkn- anna þriggja voru í Reykjavík og eftir margar tilraunir tókst að ná í mömmuna, varð henni illt við, hélt að eitthvað hefði komið fyrir stelpurnar, en varð ósköp fegin, þegar hún heyrði að málið var ekki alvarlegra en að gos væri hafið. Nú svo var það fólk upp á landi sem hringt var í, það hélt að Vestmannaeyingar væru að skemmta sér. En hver voru fyrstu viðbrögð bæjarstjórans, eftir að hann hafði litið á eldstöðvarnar? „Það fyrsta sem maður hafði áhyggjur af var hvort tækist að ræsa alla íbúana og þó sérstaklega í austurbænum, en það þurfti ekki að hafa áhyggj- ur af því. Lögreglan gekk mjög vasklega fram í því, ók með sírenu á, um bæinn.“ Á örðum stað segir Magnús við Kristján Eldjárn forseta í mars þar sem þeir stóðu uppi á Flakkaran- um. „Hann spyr mig hvort þetta sé ekki alveg vitavonlaust. Hvort það sé til einhvers að vera standa í þessu. Þá sagði ég við hann, að kannski mætti segja það en þó svo væri, teldi ég rétt að gera það sem við gætum. Minnti hann á að barátta Norð- manna gegn Þjóðverjum hefði verið vonlaus, en ég héldi að í dag sæi enginn eftir þeim fórnum sem þeir urðu að færa. Þá sagði Krist- ján: -Ég skil ykkur. Mér fannst alltaf að við yrðum að gera það sem við gætum þó allt tapaðist. Það yrði ekki hægt að segja það eftir á að við hefðum ekki reynt.“ Stóðu frammi fyrir ógnarstóru verkefni Magnús bæjarstjóri reyndi að vera bjartsýnn: Urðum að gera eins og við gátum Garðar Sigurðsson Þingmaður og bæjarfulltrúi: Með fyrstu vél sem lenti í Eyjum Garðar Sigurðsson. Hjónin Marta Björnsdóttir og Magnús H. Magnússon.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.