Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.01.2023, Blaðsíða 6
6 | | 19. janúar 2023 Sandra Erlingsdóttir var útnefnd handknattleikskona Íslands árið 2022. Sandra er 24 ára miðjumaður sem spilar með TuS Metzingen í Þýska- landi þar sem hún er í stóru hlutverki ásamt því að vera fastamaður í íslenska lands- liðinu. Sandra er því Eyjamað- ur vikunnar. Sandra hefur komið víða við á ferlinum. Hún spilaði upp yngri flokkanna með ÍBV og HK hér á landi ásamt því að spila með Hypö Nö og Fuchse Berlin en hún fluttist til Austurríkis og Þýskalands með fjölskyldunni 15 ára gömul. Sandra snéri aftur heim 18 ára og spilaði þá með meist- araflokki ÍBV í tvö ár áður en hún fór yfir til Vals árið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val árið 2020 og hélt þá út í atvinnumennsku til EH Aal- borg í Danmörku. Sandra fór á kostum með Aalborg og var valin besti leikmaður liðsins tvö ár í röð. Sandra situr þó ekki auðum höndum úti en ásamt því að vera á fullu í boltanum rekur hún fyrirtækið PS.árangur þar sem hún og Perla Albertsdótt- ir, leikmaður Fram, hjálpa fólki að næra sig á réttan hátt. Fullt nafn: Sandra Erlingsdóttir. Fjölskylda: Bý með kærastanum mínum Daníel í Þýskalandi. Svo á ég foreldra, mömmu Vigdísi og pabba Erling og tvo yngri bræður Elmar og Andra. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum? Heldur betur, Kópa- vogi, Wien í Austurríki, Berlín í Þýskalandi, Aalborg í Danmörku og núna í Balingen og Metzingen í Þýskalandi. Mottó? Margur er knár þótt hann sé smár. Síðasta hámhorfið? Ginny and Georgia. Uppáhalds hlaðvarp? Þarf allt að vera grín. Aðaláhugamál? Allar íþróttir, hreyfing og vinnan mín þar sem ég hjálpa fólki að næra sig rétt og eiga gott samband við næringu. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Hafragrauturinn minn, sem ég hef borðað sl. 5 ár á morgnana og daglegu símtölin við mömmu. Hvað óttast þú mest: Yfirnáttúru- lega hluti. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Ég er mjög dramatísk þegar kemur að tónlist og hlusta nánast bara á róleg lög (oft gert grín að því að ég hafi verið í mikilli ástar- sorg í fyrra lífi). Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið? Settu þér stór markmið og vertu trúr sjálfum þér, þú getur allt sem þú ætlar þér. Hvað er velgengni fyrir þér? Að vinna hörðum höndum að sínum markmiðum alla daga og sjá árangurinn skila sér í verki. Hvenær byrjaðir þú að æfa hand- bolta? Ég byrjaði fimm til sex ára en annars var ég mætt á völlinn með bolta í hönd áður en ég byrj- aði að ganga. Hvernig er tímabilið búið að vera? Það hefur gengið upp og niður, við höfum náð góðum sigrum og tapað svo leikjum sem við eigum að vinna. Við erum margar nýjar í liðinu og erum við enn aðeins að slípa okkur saman. Í næstu viku spilum við svo leik í 8 liða úrslit- um um sæti í final 4 í Þýskalandi sem væri auðvitað algjör draumur. Þú hefur komið víða við á ferl- inum þrátt fyrir ungan aldur er mikill munur á boltanum milli landa? Já, svo sannarlega. Það eru mismunandi áherslur, eins og í Danmörku var leikurinn hraðari en hér í Þýskalandi er allt aðeins „þyngra“ og því ágætis áskorun fyrir mig að koma inn hingað og er maður enn aðeins að finna takt- inn og átta sig á hvernig maður nýtir sína styrkleika. Hvernig er atvinnumennskan? Í fyrsta lagi er maður auðvitað ótrú- lega þakklátur að fá það tækifæri að geta unnið við það sem maður elskar og hefur dreymt um síðan maður var smábarn. Atvinnu- mennskan hefur sína glansmynd en getur verið erfið inn á milli og svona frekar einmanaleg. Maður er ótrúlega mikið einn, langt frá allri sinni fjölskyldu og mikið af löngum ferðalögum sérstaklega hér í Þýskalandi. Ég og Daníel erum þó ótrúlega heppin að hafa hvort annað. Það er í raun ekki hægt að líkja þeirri upplifun saman að vera einn í at- vinnumennsku eða tvö saman. Við erum dugleg að minna okkur á að þetta séu algjör forréttindi að búa í mismunandi löndum , læra ný tungumál, kynnast nýju fólki og standa á eigin fótum. Þetta er tími sem við fáum aldrei til baka. Er þetta eins og þú bjóst við? Já ætli það ekki! Ég fékk smjörþef- inn af þessu í Berlín í Þýskalandi þegar ég var með atvinnumönnum í liði og pabbi þjálfari hjá Berlín. Eins frábært og þetta „líf“ er getur þetta verið krefjandi og einmana- legt inn á milli. Hvernig lítur framhaldið út? Eins og staðan er núna þá er ég með þriggja ára samning í Metzingen. Markmið liðsins er að komast í úrslit í bikar eða enda í topp 4 til þess að komast í evrópukeppnina. Við erum í 6. sæti eins og staðan er núna svo við þurfum aðeins að klifra upp töfluna næstu mánuði. Það eru svo spennandi tímar með landsliðinu á næstunni svo maður heldur bara áfram að æfa vel og vera líkamlega og andlega tilbúin í næstu verkefni. Viltu segja lesendum frá því starfi sem þið vinnið hjá PS. Árangri? Ég og Perla Ruth Albertsdótt- ir vinkona mín stofnuðum Ps. Árangur fyrir einu og hálfu ári! Ps. Árangur er fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun, en hugmyndin um að stofna Ps. Árangur varð nánast bara til á einu kvöldi. Ég var í símanum við pabba þegar hann spurði hvort það væri ekki kominn tími á að gera það að alvöru núna að fara að vinna með næringu, þar sem ég hafði mikið verið að hjálpa ungum stelpum með sitt samband við mat. Fyrsta manneskjan sem ég hugsaði að væri svo sannar- lega góð og tilvalin með mér í þetta verkefni var Perla, en hún var líka sjálf reglulega að gefa fólki næringarráð. Síðan þá var ekki aftur snúið! Markmiðið hjá næringarþjálfun Ps. árangurs er að hjálpa þér að læra hvernig þú getur fengið það allra besta út úr næringunni þinni. Við notumst við hugmyndafræðina Macros (macros = macronutrients) en Macros snýst um það að finna út nákvæmlega hversu mikið þú þarft að innbyrða af næringu til þess að líða sem best og ná þínum markmiðum. Það eru engin boð og bönn, ekkert sem er ,,bannað“ að borða, heldur borðar þú það sem þig langar en skráir allt inn, og þú lærir fljótlega hvað það er sem hentar þínum líkama best og verður þú því mun meðvitaðri um hvað, hvenær og hversu mikið þú vilt leyfa þér. Þetta á alls ekki að vera átak eða „megrun“ sem þú gerir 110% í 8 vikur, hættir svo öllu og ert fljótlega komin/ kominn aftur á sama stað og þú varst! Heldur á þetta að vera lífstílsbreyting, smá eða mikil, og á næringarþjálfunin að vera þér fróðleikur og kennsla á nýjar venjur í mataræði, hugarfari og daglegu lífi, sem þú munt svo vilja nýta þér áfram í framtíðinni. Eitthvað að lokum? Endilega vertu í sambandi við okkur inná info@psarangur.is ef þú hefur áhuga á að prófa næringarþjálfun hjá okkur. Sandra Erlingsdóttir Handknattleikskona ársins 2022 E Y J A M A Ð U R I N N S A N D R A E R L I N G S D Ó T T I R

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.