Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 6
6 | | 2. mars 2023 Sunnudaginn 19. febrúar sl. var haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar fyrir árið 2022 og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn var vel sóttur og dag- skráin hefðbundin með skýrslu stjórnar, sem Andrea Atladóttir, formaður flutti og Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir reikinga síðasta árs. Séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur fór yfir starfið 2022 sem er að rísa eftir samkomutakmarkanirnar í kóf- inu. Vantar enn nokkuð upp á að kirkjusókn hafi náð því sem hún var árið 2019. Guðmundur Örn varpaði þeirri spurningu fram í lokin: Skiptir kirkjan máli? Sjálfur svaraði hann þessari mikilvægu spurningu í yfirferð sinni sem varpar ljósi á mikilvægi Landa- kirkju í samfélaginu. „Á stórum stundum í lífi fólks skiptir kirkjan klárlega máli, hvort heldur er á gleði- eða sorgarstund- um. Í Eyjum hefur Landakirkja lengi verið ákveðinn miðpunktur. Húsið sjálft er auðvitað eitthvað sem skiptir máli í vitund Vest- mannaeyinga. Það gerir starfið innan veggja kirkjunnar líka fyrir þau sem það sækja og það er ekki lítils virði. Að geta speglað sig í samfélagi við annað fólk er öllum nauðsyn. Slíkt gerist auðvitað í sálgæsluviðtölum með prestum kirkjunnar en ekki síður í því starfi sem í gangi er í kirkjunni, hvort sem það eru stuðningshóp- ar, fermingarfræðsla, kvenfélag, barnastarfið eða bænahópar,“ sagði Guðmundur Örn. Kirkjan ekki bara hús Þess vegna sagði hann kirkjuna skipta máli. „Við erum nefni- lega öll kirkjan sem er ekki bara eitthvert hús, heldur fyrst og síðast fólkið sem kemur til kirkju og sækir allt það fjölbreytta starf sem þar er í gangi. Húsið sjálft, Landakirkja, er hins vegar tákn fyrir starfið, því einhversstaðar verðum við jú, að hittast þegar við mætumst í starfinu. Öll þau sem koma að starfi Landakirkju á einn eða annan hátt, hvort heldur í Kvenfélaginu, kórnum, barna- og æskulýðsstarfi, sóknarnefndinni, kirkjugarðinum, foreldramorgnum, Vinum í bata eða bænahópum, byggja í raun starf sitt á Jesú Kristi. Hann er ástæða alls þess sem gerist í kirkjunni.“ Fjölbreytt starf Landakirkju Og starfið er ekki bara guðs- þjónusta á sunnudegi, og sunndagaskóli, giftingar, skírn- ir og jarðarfarir. Flesta daga vikunnar er eitthvað um að vera, öflugt barna- og æskulýðsstarf, kirkjustarf fatlaðra, kóræfingar, fermingarfræðslan, Vinir í bata og 12 spora starfið, KFUM&K, sorgarhópar og Aglow starfa í skjóli kirkjunnar. „Fastir viðtalstímar presta eru milli 11.00 og 12.00 alla virka daga og eftir samkomulagi. Sálgæsluviðtöl presta árið 2022 voru 338, viðtöl presta vegna athafna, skírna, hjónavígslna, útfara voru 145. Útköll í vaktsíma vegna andláts, veikinda, slysa eða annarskonar ástæðna voru 98,“ sagði Guðmundur Örn. Kirkjusókn undir meðaltali Guðmundur Örn sagði kirkjusókn og aðsókn í sunnudagaskóla ekki hafa náð sömu hæðum og fyrir kófið og ekki var messað í upphafi ársins 2022 vegna samkomutak- markana. „Fólk var lengi að taka við sér og taka þátt í reglulegu helgihaldi eftir takmarkanir. Að meðaltali voru 53 í hverri messu en meðaltalið var yfir 60 manns. Í sunnudagaskólanum munar nærri 20 manns, fór úr 2500 í 2200 yfir allt árið. Í öðrum helgistundum eru guðsþjónustur og helgistundir á Hraunbúðum, kistulagningar, bænastundir við dánarbeð, bless- un húsnæðis og skipa, og ýmsar samverustundir innan og utan kirkju þar sem bænahald á sér stað. Oft eru þessar stundir mjög fjölmennar og munar þar auðvitað mest um helgistund við setningu Þjóðhátíðar.“ Skiptir kirkjan máli? Spurning á aðalfundi sóknarnefndar Landakirkju: Á stórum stundum lífsins skiptir kirkjan klárlega máli Starfið snertir líf okkar Ekki fleiri fermingarbörn í mörg ár Öflugur hópur, prestar, hluti sóknarnefndar, sem og starfsfólks og Kvenfélags Landakirkju sem sótti aðalsafnaðar- fundinn. Aftari röð f.v. Arnar Sigurmundsson, Gísli Stefánsson, Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, Stefán Jónasson, Halldór Hallgrímsson, Steingrímur Svavarsson, Katrín Stefánsdóttir, Viðar Stefánsson og Matthías Harðarson. Fremri röð: Guðmundur Örn Jónsson, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Andrea Atladóttir, Ingi- björg Jónsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir. S A M A N T E K T: ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.