Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 8
8 | | 2. mars 2023 Í haust áætlar Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Vest- mannaeyjum að taka á móti fyrstu hrognunum í seiðaeld- isstöð fyrirtækisins sem rís við Friðarhöfn. Föstudaginn 17. febrúar sl. var fyrsta skóflu- stungan tekin að laxeldisstöð félagsins í Viðlagafjöru og er stefnt að því að fyrsti áfangi stöðvarinnar verði kominn í gagnið haustið 2024. Lóð félagsins í Viðlagafjöru býður upp á að framleiða allt að 20.000 tonn á ári af laxi sem gæti orðið að veruleika árið 2028. Fiskeldi er vaxandi grein og lax er vinsæll matur og stefna ILFS er að fram- leiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður. Er sjávarhiti við Vestmannaeyjar sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úr- gangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu. Seiði verða bólusett og engin lyf notuð í eldinu. Með því verður til náttúruleg hágæða mat- vara með sjálfbærum hætti. Allt hefst þetta í seiðaeldisstöð- inni þar sem hrognin klekjast út og seiðin eru alin áður en þau fara í laxeldisstöðina í Viðlagafjöru sem er endastöðin. „Við sömdum við AKVA Group í fyrra um upp- setningu á öllu kerfinu í seiða- eldishúsinu. Við byggjum húsið og áætlum að taka inn hrogn í október í haust. Þá fer þetta að rúlla og komið að því að taka næsta skref í eldinu. Gerum við ráð fyrir að laxeldisstöðin verði tilbúin fyrir fyrstu seiðin haustið 2024. Bygging seiðaeldishússins gengur vel og píparar eru byrjaðir að vinna í lögnum. Við stefnum á að loka húsinu um miðjan mars og þá verður hægt að vinna undir þaki sem flýtir fyrir,“ segir Hallgrímur Steinsson sem fer fyrir verkefninu ásamt Daða Pálssyni framkvæmdastjóra og Lárusi Ásgeirssyni stjórnarformanni. Ferlið tekur tvö ár Ferlið hefst á kaupum á hálf- þroskuðum hrognum. Þau klekjast út í fersku vatni í eldisstöðinni þar sem seiðin eru alin upp í 90 grömm. Frá því hrognin koma í seiðaeldisstöðina og þar til þau verða klár í sjóeldi líða um níu mánuðir. Áður en kemur að flutningi eru seiðin látin aðlag- ast því að fara úr fersku vatni í sjó. „Fiskurinn er svo í söltum sjó alveg fram að slátrun. Hver sláturstærðin verður, liggur ekki fyrir en hún gæti orðið á bilinu fimm til sex kíló. Það tekur tíu til tólf mánuði að fiskurinn nái sláturstærð. Þannig að í allt tekur þetta hátt í tvö ár frá því hrognin koma í hús og við skilum vörunni frá okkur. Áhættan er því töluverð og verður að hugsa vel um fiskinn meðan hann er í okkar umsjá.“ Hallgrímur gerir ráð fyrir að öll kerfi í seiðaeldisstöðinni verði klár í haust þegar fyrstu hrognin koma og húsið verði fullbúið vorið 2024. „Núna vinna 25 til 30 manns við bygginguna og þegar uppsteypu er lokið koma menn frá AKVA Group til að setja upp kerfin. Þá koma inn rafvirkjar og píparar inn fyrir steypufólkið þannig að fjöldinn verður svip- aður.“ Vatnið nýtt 100 sinnum Seiðin eru alin upp í kerjum við ákveðið hitastig sem er stjórnað af flóknu lagnakerfi og tæknibúnaði. Lögð er áhersla á að nýta vatnið sem mest. „Eftir miklar athuganir var það niðurstaðan að við þyrft- um eldisstöð fyrir seiðin. Góð hrogn og góð seiði eru grundvöll- ur að góðum rekstri. Án stöðvar- innar hefðum við átt á hættu að hafa ekki aðgang að bestu seiðum á markaðnum sem er lykilatriði í þessum rekstri.“ Ferskt vatn er takmörkuð auðlind í Vestmannaeyjum og því byggist starfsemi seiðaeldis- stöðvarinnar á að nýta vatnið sem mest. „Við áætlum að nýta hvern Laxeldi í Viðlagafjöru Fyrsta skóflustungan 20.000 tonn á ári: Stærsta einstaka framkvæmd í sögu Vestmannaeyja Milljarða fjárfesting Hrogn inn í haust Eldi á laxi haustið 2024 Þau voru viðstödd fyrstu skóflustunguna, Sigurjón Óskarsson, Kristjana Björnsdóttir, Sigurlaug Alfreðsdóttir, Íris Róbertsdóttir, Auðbjörg Jóhanns- dóttir, Hallgrímur Steinsson, Lárus Ásgeirsson, Rut Haraldsdóttir, Gylfi Sigur- jónsson, Erna Sævaldsdóttir, Viðar Sigurjónson og Eygló Elíasdóttir. Hallgrímur í nýbyggingu seiðastöðv- arinnar sem rís við Friðarhöfn. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.