Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Page 11
2. mars 2023 | | 11 Steinar Ívarsson er 21 árs og á fyrsta ári í vélstjórnarnáminu. „Ég var á stúdentsbraut en ákvað að færa mig yfir. Hafði áhuga á að læra vélfræði en á lítið eftir í stúdentinn og ætli maður slái þessu ekki bara saman. Ég hef alltaf haft áhuga á vélum og vélbúnaði. Langaði að læra að sjóða og smíða og fá grunninn í málmsmíði. Ég ætla að klára B stigið sem er annað stigið til að byrja með og langar að taka sveinspróf í vélvirkjun,“ segir Steinar. Að námi loknu ætlar hann út á vinnumarkaðinn og sjá svo til hvort hann vill halda áfram námi á sömu braut eða læra eitthvað nýtt. Matthías Harðarson, kennari tæknigreina í FÍV er ekki við eina fjölina felldur því auk þess að hafa lokið námi við Vélskólann er hann með mastersgráðu í org- elleik. „Það er kannski ekki svo sérstakt því orgel er bara ein stór vél og stundum kölluð orgvélin,“ segir Matthías brosandi. „Já, ég kláraði Vélskólann og hef verið á sjó í afleysingum, kláraði sveinsprófið í vélvirkjun og er að kenna hérna. Masterinn í orgelleik tók ég í Árósum í Danmörku og er að leysa af sem organisti hér og þar, held tónleika og kem að ýmsu öðru sem tengist tónlist. Hér kenni ég vélstjórn og erum við með fyrstu tvö stig af fjórum í vélstjórnarnáminu. Sjálfur tók ég fyrstu tvö stigin við Framhalds- skólann og er núna hinu megin við borðið og byrjaði í haust,“ sagði Matthías. Á vorönn eru tíu nemendur í öðru stiginu og hátt í tuttugu sem byrjuðu í haust. „Ég er mjög ánægður með þennan fjölda og þeir eru áhugasamir. Vélstjórnar- námið er alþjóðlegt nám og þeir sem útskrifast hjá okkur geta starfað sem vélstjórar hvar sem er í heiminum. Þannig að við getum ekkert skorið okkur úr, verðum að fylgja alþjóðlegum samþykktum, stöðlum og reglugerðum.“ Námið er bæði bóklegt og verklegt og segir Matthías skólann vel tækjum búinn. „Það er helst að okkur vanti meiri búnað til að geta kennt fleiri stig. Við erum með fjórar alvöru vélar sem menn geta sett í gang og unnið við. Einnig erum við með flottan kælitæknibúnað þar sem hægt er að setja helstu bilanir inn. Líka nýjan vélhermi þar sem menn geta fiktað og prófað án þess að skemma nokkuð og fasað saman án þess að slá út öllum bænum,“ sagði Matthías að endingu. Sigurður Ragnar Steinarsson er 21 árs og í vélstjórnar- námi en fyrst lauk hann stúdentsprófi við Framhalds- skólann. „Áður en ég lauk stúdentsprófinu var ég aðeins byrjaður í vélstjórninni. Mér finnst námið áhugavert og skemmtilegt og hef alltaf haft mikinn áhuga á vélum. Þetta er líka verklegt sem mér finnst mjög gaman. Auðvitað má bæta búnaðinn og fá fleiri rennibekki en kennararnir eru toppmenn,“ sagði Sigurður. Hann stefnir á að fara alla leið í náminu og sér fyrir sér að fara á sjóinn eða fá góða stöðu í verksmiðju. Matthías kennir tæknigreinar: Vélstjóri með meistaragráðu í orgelleik Matthías við Yanmar vélina japönsku sem er ein fjögurra véla sem skólinn hefur til umráða. Steinar, Sigurður Ragnar og Þröstur í vel útbúnum vélasalnum. Í vélstjórn eftir stúdentinn Skipti af stúdentsbraut yfir í vélstjórann

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.