Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 16
16 | | 2. mars 2023
„Við erum komnir á lokastig í
hljóðritun. Upptökum á söng
lýkur í þessum mánuði og því
líklegt að platan verði tilbúin í
vínilpressu fyrir mánaðamót.
Eins og staðan er núna tekur sex
mánuði að afgreiða hana. Erum
við að skoða hvort og hvernig
megi flýta því en stefnan er alltaf
að platan komi út á þessu ári,“
segir Gísli Stefánsson, gítarleikari
Eyjahljómsveitarinnar Foreign
Monkeys. Með honum eru Bogi
Ágúst Rúnarsson á bassa og Víðir
Heiðdal Nenonen á trommur. For-
eign Monkeys á sér langa sögu og
vann meðal annars Músíktilraunir
árið 2006.
„Við byrjuðum með 18 lög og
höfum frá upphafi síðasta árs sent
frá okkur lag á tveggja til þriggja
mánaða fresti, alls fjögur lög. Þau
hafa gengið mjög vel í útvarpi en
X-ið hefur tekið gríðarlega vel
á móti okkur. Hlustendur hafa
kosið lögin fjögur á topp fimm
vinsældarlista fm 977 x-ið. Þar af
þrjú í fyrsta sætið. Við sjáum fram
á að velja tíu til tólf lög af þessum
18 á plötuna.“
Gísli segir streymi á lögunum
hafa verið svipað og hjá flestum.
„Þó undir væntingum okkar en
það eru margir um hituna þessa
dagana. Covid gerði það að verk-
um að fjöldi laga inn á Spotify
tvöfaldaðist. Fór úr 30.000 lögum
á dag í 60.000.
Fólk hafði lítið að gera, tónlistar-
menn komust ekki í tónleikaferða-
lög sem jók mjög framboðið.
Við höfum þó verið heppnir
að fá stuðning frá Öldu Music
sem er stærsta tónlistarútgáfa
landsins. Við erum með erlendan
dreifingarsamning við þá en það
kemur okkur eitthvað framar í
röðina og meiri vonir um góðan
stað á lagalistum og meiri spilun,“
sagði Gísli að endingu.
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir,
eigandi Kubuneh verslunar í
Vestmannaeyjum, var stödd
í Gambíu í síðustu viku til að
fagna 50 ára afmæli sínu
þann 19. febrúar. Þóra Hrönn
og Daði Pálsson eiginmaður
hennar reka þar heilsugæslu
í þorpinu Kubuneh en þau
mættu óvænt þangað
nokkrum dögum fyrir afmæl-
isdaginn en Þóru Hrönn lang-
aði að fagna þessum áfanga
með starfsfólki sínu.
,,Síðustu ferðir okkar til Gamb-
íu hafa verið mjög erfiðar og
krefjandi, við höfum verið að
framkvæma mjög mikið og allur
tími og orka hafa farið í það. Ég á
reyndar ekki gott með að fara í frí
og gera ekkert - því lá beinast við
að halda upp á afmælið í Gamb-
íu og vinna bara smá en nota
ferðina meira í að njóta,“ sagði
Þóra Hrönn. „Vera í rólegheitum
inn í þorpinu og hitta fólkið mitt.
Ég ákvað að leyfa starfsfólkinu
mína að velja hvað yrði gert á
afmælisdaginn. Þau völdu að fara
inn í borgina og við borðuðum á
veitingastað.”
Kann enginn á klukku?
Þetta gekk ekki alveg snuðrulaust
fyrir sig en gestirnir létu aðeins
bíða eftir sér þó að Þóra Hrönn
hefði nú ítrekað að það þyrfti að
leggja tímanlega af stað. ,,Já, ég
held að það kunni engin á klukku
í Gambíu enda er alltaf talað
um Gambian Time sem hleypur
á tveimur til þremur klukku-
stundum. En þegar þau loksins
komu vorum við varla sest þegar
Ousman bar upp ósk frá starfs-
fólkinu. Höfum á hreinu að ég
var að fara að bjóða 15 manns
út að borða. Hann hvíslaði að
mér því hann hálf skammaðist
sín ,,Can people also have Take
Away”.
Sumir í hópnum höfðu aldrei
komið inn í borgina, aldrei lesið
matseðil og skildu ekki hver ætti
að velja eða borða. Einhverjir
höfðu aldrei borðað með hnífa-
pörum og því ákvað unga fólkið
í hópnum að best væri að panta
fyrir gömlurnar eitthvað sem hægt
væri að borða með skeið. Þegar
allir voru saddir tóku gömlurnar
upp plastpoka úr töskunum sínum
og skófluðu afgöngunum ofan í
þá og svo ofan í tösku. Þeim datt
ekki í hug að hægt væri að fá box
undir matinn, ” sagði Þóra Hrönn
og hló.
Dagurinn mikil
upplifun fyrir alla
,,Dagurinn var mikil upplifun
fyrir alla. Fyrir mig og Daða að
vera með fólki sem er að sjá og
gera hluti í fyrsta skipti. Fyrir þau
að koma inn í borgina og upplifa
að borða á veitingastað í fyrsta
sinn. Það var líka mikil upplifun
fyrir suma að sjá lífið í borginni
- gambískar konur að labba um
með berar axlir og kannski tattoo.
Áfallahjálp hefði jafnvel verið
þörf fyrir suma.
Ég fékk óvænta afmælisgjöf því
Sally ung stúlka úr þorpinu kom
með þeim. Sally stal hjartanu
mínu í fyrstu ferðinni til Gambíu
2018. Að fá að vera með henni að
upplifa borgarferð í fyrsta skipti
var mjög merkilegt. Hún hafði
aldrei farið á venjulegt klósett
og því þurfti að kenna henni það.
Hún vildi setja goslaust Sprite
í brúsa til að taka með heim og
leyfa systkinum sínu að smakka
og hún var að borða pizzu í fyrsta
skipti, ” sagði Þóra Hrönn að
lokum.
Þóra Hrönn í Kubuneh slær ekki slöku við:
Hélt upp á afmælið með sínu
fólki í Gambíu
GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR
gigja@eyjafrett ir. is
Foreign Monkeys Stór plata á árinu:
Fjögur nýjustu lögin efst á vinsældarlistum
Gísli, Víðir og Bogi hafa starfað lengi saman.