Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Side 19
2. mars 2023 | | 19 Það var glatt á hjalla í Íþrótta- miðstöðinni um liðna helgi þegar Harpa Valey Gylfadóttir skoraði sigurmark ÍBV, 29:28, á síðustu sekúndu leiksins við Val þegar tvö efstu lið Olísdeildar kvenna áttust við í stórskemmtilegum og jöfnum leik. ÍBV hefur þar með haft betur í 13 leikjum í röð í deildinni og er nú komið upp að hlið Valsliðinu á toppi deildarinnar. Það voru einmitt Valskonur sem voru síðasta liðið til þess að leggja Eyjakon- ur að velli en það var í október á síðasta ári. Þar með blasir deildarmeistaratitilinn við ÍBV haldi liðið rétt á spilunum í þeim fjórum leikjum sem eftir eru á tímabilinu. Það er því óhætt að segja að ÍBV sé í kjörstöðu að eiga möguleika að tryggja sér alla þrjá titlana sem í boði eru því liðið er komið í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni. ÍBV stelpurnar mæta þar Selfossi í undanúr- slitum miðvikudaginn 15. mars og svo fer úrslitaleikurinn fram laugardaginn 18. mars. Velgengni og sjálfstraust helst í hendur Fyrirliðinn Sunna Jónsdóttir hafði ekki langan tíma til að fagna en hún var komin á kaf í landsliðs- verkefni þegar við ræddum við hana á þriðjudag. Það leyndi sér ekki að hún var ánægð með stöð- una á liðinu. „Mér getur ekki liðið annað en ótrúlega vel með gengi liðsins. Við höfum unnið 15 leiki í röð (fyrir utan Evrópukeppnina) og erum bara í skýjunum. Maður er þó einnig að reyna að halda sér á jörðinni og taka einn dag og einn leik í einu. Hverju vill hún þakka þennan árangur og hvað hefur breyst? „Velgengni og sjálfstraust helst í hendur. Með góðum árangri kemur aukið sjálfstraust og með sjálfstrausti kemur velgengni. Við erum full sjálfstrausts, höfum ótrúlega gaman af því sem við erum að gera og erum metnaðarfull í að gera enn meira og betur. Auk þess hafa leikmenn vaxið vel inn í sín hlutverk og liðið er ein heild sem vinnur að sama markmiði.“ Þykir ótrúlega vænt um þennan hóp Sunna segir andann í hópnum vera góðan um þessar mundir. „Já, hann er frábær og það skilar sér inn á völlinn, og ég vona að það sjáist út á á við. Mér þykir ótrúlega vænt um þennan hóp. Maður hlakkar alltaf til að mæta á æfingar og hanga í klefanum. Ég held að öll ferðalögin okkar og Evrópukeppnin geri það að verkum að hópurinn þéttist enn frekar. Við festumst í Reykja- vík um daginn í 4 daga vegna veðurs, hópurinn var samstilltur í að gera sem best úr stöðunni og úr varð bara ágætis ferð hjá okkur.“ Eins og áður segir hefur liðið leikið frábæran handbolta síðustu mánuði. Er eitthvað sem getur stoppað ykkur? „Já, og við erum alveg meðvituð um það. Við megum alls ekki slaka á og að sjálfsögðu eru öll lið að reyna að vinna og eins og staðan er núna erum við liðið sem þarf að vinna. Eins gætu meiðsli sett strik í reikninginn. En okkur eru líka allir vegir færir um þessar mundir og við höldum ótrauð áfram.“ Skemmtilegasta helgi ársins Það er ekki minni hugur í Sunnu þegar talið barst að bikarkeppn- inni. „Tilhlökkunin er mikil og ekki skemmir fyrir að fá Suður- landsslag í undanúrslitum. Þetta er skemmtilegasta helgi ársins fyrir handboltafólk og áhugamenn og við erum staðráðin í að hafa hana þannig. Bikarleikir eru þannig að það er allt undir í einum leik. Spennustigið er því oft hærra og ákefðin mikil. Það er alltaf ákveðinn sjarmi yfir bikarkeppni og þetta er stysta og auðveldasta leiðin til að vinna titil og skaffa tekjur fyrir klúbbinn. Erum með lið, umgjörð og stuðningsmenn til að ná langt Sunna segir ekkert því til fyrir- stöðu að stefna á alla titla í ár. „Af hverju ekki? Við erum klárlega með lið, umgjörð og stuðnings- menn í það. Til þess að svo megi vera þurfum við að undirbúa okkur vel, við eigum erfiðan leik í undanúrslitum á móti ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur engu að tapa. Vonandi komumst við í úrslitaleikinn og þá þurfum við að njóta þess að vera í þeirri stöðu að spila úrslitaleik þar sem allt er undir. Stuðningurinn er svo okkar besta vopn þannig ég vonast eftir alvöru stemningu eins og Eyjafólki er einu lagið. Þá siglum við þessu heim og draumurinn verður að veruleika, sagði fyrirliðinn stórhuga og hafði þetta að segja að lokum. „Ég vil bara þakka fyrir stuðninginn og hvet alla til að mæta á leiki hjá ÍBV. Stuðningurinn er frábær og ómetanlegur. Ég er alveg viss um að við hefðum aldrei skorað dramatískt úrslitamark á móti Val um daginn á síðustu sekúndu leiksins nema af því að stúkan var full af stuðningsmönnum. Áfram ÍBV.“ Sunna Jónsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna hjá ÍBV: Stefnir á alla titla Sunna Jónsdóttir fagnar góðu gengi. Mynd: Sigfús Gunnar ” Stuðningurinn er svo okkar besta vopn þannig ég vonast eftir alvöru stemningu eins og Eyjafólki er einu lagið. Þá siglum við þessu heim og draumurinn verður að veruleika SINDRI ÓLAFSSON sindri@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.