Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Page 14
14 | | 23. mars 2023 Lengi dreymt um þetta Elísa Elíasdóttir var að taka þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í meistraflokki en á nokkra leiki að baki með yngi flokkum félagsins. ,, Það var ótrúlega gaman í yngri flokkunum en ekki eins í samanburði við þennan úrslitarleik. Upplifunin var ólýsanleg, alveg mögnuð tilfinning að keppa svona leik með fullt af stuðningmönnum í stúkunni og frábæra liðsheild. Ég held að þessi leikur muni verða ógleymanlegur hjá mér, sagði Elísa og bætti við að siglingin heim hafi verið einstök. ,, Það var ótrúlega gaman, alveg einstök upplifun. Þetta er náttúrulega einhvað sem mig hefur dreymt um í langan tíma og alveg frábært að fá loksins að upplifa það sjálf.” Ótrúlega stolt Ólöf María Stefánsdóttir var að taka þátt í sínum fyrsta bikarúrslitaleik en hafði áður tekið þátt með yngri flokkum og sagði hún að ekki væri hægt að líkja neinu við þennan leik. ,,Þetta lið og þessi stuðningsmenn gerðu þetta ógleymanlegt! Upplifunin var geggjuð. Stuðningurinn var ómetanlegur og vorum við klárlega á heimavelli um helgina,” sagði Ólöf María og bætti við að siglingin heim hefði verið gríðarleg upplifun. ,,Það var ótrúlega gaman að geta siglt heim með bikarinn. Maður var búin að heyra frá öllum síðan ég kom til Eyja fyrst hvað það væri skemmtilegt og eitthvað sem allir vilja upplifa. Ég er ótrúlega stolt að fá að vera partur af þessu liði og sigla bikarnum heim með þeim og stuðningsmönnunum.” Réði ekki við tárin Ásta Björt Júlíusdóttir hafði fyrir þennan leik spilað leiki í undanúrsltium bikarsins en aldrei náð í leikinn stóra nema í yngri flokkum. ,,Upplifunin var gjörsamlega mögnuð, að fara í höllina er alltaf sérstök tilfinning. Það er bara eitthvað við það að spila þarna á dúknum og allt í kringum þetta er svo skemmtilegt. Það er náttúrlega magnað að vera þarna úti á gólfi og horfa á allt fólkið okkar í stúkunni mætt að hvetja okkur. Ég réð ekki við tárin að horfa á þau þegar leiktíminn var liðinn og staðreyndin var sú að við vorum orðnir bikarmeistarar. Siglingin heim var bara algjör sturlun. Manni hefur dreymt þessa siglingu ansi lengi og loksins fengum við hana. Þetta var fyrsta af mörgum, við erum ekki hættar. Það eru 2 titlar eftir og við ætlum okkur þá líka. Það er ekkert eðlilega gaman að vera Eyjamaður á svona stundum og maður verður extra extra soltur af því á svona augnablikum,” sagði Ásta Björt. Eitthvað sem aldrei gleymist Harpa Valey Gylfadóttir hefur áður tekið þátt í undanúrslitum í Final 4 en aldrei lengra. ,,Það jafnast ekkert á við að spila svona úrslitaleik og hvað þá að vinna hann. Upplifunin var geggjuð, svo gaman að sjá hvað það mættu margir að hvetja okkur. Það var frabær stemmning allan tímann og það hjálpar þvílíkt mikið að hafa svona góðan stuðning, maður fær einhvern extra kraft að horfa upp í stúku og sjá allt fólkið sitt þar. Það var ótrúlega gaman að spila í Höllinni, geggjuð upplifun sem ég fékk að njóta með uppáhalds stelpunum mínum,” sagði Harpa Valey og ekki var siglingin heim síðri. ,,Þetta var svo geggjað, erfitt að lýsa því í orðum, manni er búinn að dreyma um þetta augnablik, sigla með Herjólfi heim, sjá flugeldana og allt fólkið að taka á móti okkur á bryggjunni. Það var bara geggjuð stemning allan tímann og þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,” sagði Harpa Valey. Sendum ÍBV og stelpunum innilegar hamingjuóskir með BIKARMEISTARATITILINN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.