Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Síða 18
18 | | 23. mars 2023 Staða þeirra sem þurfa þjónustu talmeinafræðinga er betri í Eyjum en undanfarin ár segja talmeinafræðingarnir, Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir. Þrátt fyrir betri stöðu okkar Eyjamanna er bið eftir að komast í talþjálfun um eitt til eitt og hálft ár. Áður en samstarf þeirra Tinnu og Lovísu hófst var bið eftir talþjálfun rúmlega tvö ár. Þrátt fyrir að staðan í Eyjum sé betri en í mörg ár er biðin eftir að komast í talþjálfun of löng. „Þetta er dýrmætur tími í lífi barns á meðan það bíður eftir talþjálfun. Eftir að barn hefur fengið greiningu vinna leikskólar og skólar eftir úrræðum frá okkur á meðan barnið bíður eftir að komast í reglulega talþjálfun, Hefur það samstarf gengið vel,“ sagði Tinna. Líkt og biðlistarnir gefa til kynna er nóg að gera hjá þeim. „Við vinnum báðar á stofunni en svo er einnig mikið að gera í greiningum og ráðgjöf á vegum Vestmannaeyjabæjar,“ segir Tinna. Starf þeirra felst að miklu leyti að vinna með börnum en líka einstaklingum á öllum aldri. Þær segja að það sé klárlega vettvangur fyrir fleiri talmeinafræðinga svo þær geti sinnt öllum aldri betur og það á ekki bara við Vestmannaeyjar. „Við erum of fá á Íslandi. Aðeins fimmtán eru teknir inn Í talmeinafræðina annað hvert ár og ekki útskrifast allir á réttum tíma. Þörfin er því mikil. T.d. höfum við fengið fyrirspurnir ofan af landi frá einstaklingum sem vilja komast inn á biðlista hjá okkur,“ sagði Tinna. Tveggja ára ákvæðið út Árið 2021 var lagði heilbrigðisráðherra til að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) felldu brott ákvæði í rammasamningi um að nýútskrifaðir talmeinafræðingar þyrftu tveggja ára starfsreynslu hjá ríki eða sveitarfélögum til að komast á samning hjá SÍ og fá niðurgreiðslu samkvæmt þeirra viðmiðum. Hefði ákvæðið ekki verið fellt niður hefði Lovísa ekki getað unnið undir handleiðslu Tinnu á stofunni sem sjálfstætt starfandi og hefði því þurft að flytja frá Eyjum. Þess vegna hóf Lovísa störf hjá Tinnu á Talmál slf. talþjálfunarstofu í september sl. og því ber að fagna. Tinna flutti heim haustið 2012 og hóf þá fjarhandleiðslu hjá talmeinafræðingi í Hafnarfirði. Hún var ráðin af Vestmannaeyjabæ í eitt ár og eftir það hóf hún sinn eigin rekstur og hefur starfað sjálfstætt síðan. Tinna var eini starfandi talmeinafræðingurinn í Eyjum frá árinu 2012 þar til árið 2022 þegar Lovísa útskrifaðist og hefur starfað undir handleiðslu Tinnu í sex mánuði samkvæmt skilmálum SÍ. Snúið kerfi Lovísa getur sótt um að starfa sjálfstætt en það tekur tíma og á meðan þarf hún setja skjólstæðinga sína á bið í einn til tvo mánuði á meðan starfs- og rekstrarleyfi hennar ganga í gegn ásamt því að komast á samning hjá SÍ. „Loksins þegar maður er kominn á skrið þarf maður að taka pásu og á meðan bíða börnin sem þurfa sárlega á þessari þjónustu að halda,“ segir Lovísa. Þær segja að það muna öllu að vera tvær, þótt biðlistar séu til staðar hafa þeir styst og það er meiri sveigjanleiki í starfinu. „Það gefst meira rými til að taka inn nýja og setja aðra í pásu. Oftar en ekki eru það einstaklingar í langtímameðferð og koma aftur til okkar,“ segir Tinna. Hún segir einnig að það sé frábært að vera komin með samstarfsfélaga eftir að hafa unnið að mestu leyti ein síðustu tíu ár. Hún segir það allt annað að geta leitað til hvor annarrar og svo er það líka félagsskapurinn sem skiptir svo miklu máli. „Kaffistofuspjallið er svo dýrmætt,“ segir Lovísa. Þurfum að hægja á okkur Við veltum aðeins vöngum yfir því hvaða mögulegu ástæður gætu legið að baki mikillar eftirspurnar eftir talmeinafræðingum. Þær telja meðal annars að við séum orðin meðvitaðri um að vellíðan barna og málið sé undirstaða náms. Þar spili málþroskinn gífurlega stórt hlutverk. Börnin sem þurfa aðstoð í námi og starfi eru gripin fyrr og eru leikskólakennarar og kennarar mjög færir að sjá það út og vísa áfram. Hins vegar hafa þessar miklu og hröðu samfélagsbreytingar líklega áhrif. „Við erum að eyða minni tíma með börnunum okkar án truflana,“ segir Tinna og Lovísa bætir við. „Það er mikill hraði í samfélaginu okkar og við þurfum að hægja á okkur,“ Talmeinafræðingar Minni biðlistar Betur má ef duga skal: Dýrmætur tími í lífi barns til spillis á meðan beðið er DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir. Nokkrir góðir punktar fyrir barnafjölskyldur: • Hafa fastan matartíma með áherslu á að tala saman án utanaðkomandi áreitis. • Nota sömu orðin í mismunandi samhengi, t.d. „Ertu svöng/svangur/ svangt?“, „ég er líka glorhungruð/glorhungraður/ glorhungrað.“ • Tala um það sem við gerum á hverjum degi innan heimilis sem utan. Segjum börnunum okkar frá okkar degi svo þau hafi fyrirmynd og geti sagt frá sínum degi. T.d. „ég fékk fisk að borða í hádeginu í vinnunni minni, hann var mjög ljúffengur.“ „Hvað fékkst þú að borða í dag og hvernig smakkaðist?.“ • Verum börnunum okkar skýrar málfyrirmyndir með því að nota setningar sem við vitum að barnið skilur og bætum stöðugt við nýjum orðum og hugtökum. • Lesum á hverjum degi, ræðum um það sem er lesið og rifjum upp. Fáum börnin til að draga ályktanir af því sem er lesið. Hvetjum börnin til að segja frá, t.d. að segja frá deginum sínum og spyrjum opinna spurninga, ekki já/nei spurninga. • Og síðast en ekki síst að nýta þann gæða tíma sem við fáum í bílnum þegar Herjólfur siglir til Landeyjahafnar. T.d. er hægt að fara í ýmiskonar leiki eins og Ég sé.., Hver er maðurinn.., Land/borg osfrv.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.