Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 21
23. mars 2023 | | 21 Það var bæði eftirvænting og spenna sem fyllti hugann á leið á tónleika, Júníusar Meyvants, eyjapeyjans Unnars Gísla Sigurmundssonar í Hörpunni, föstudaginn 10. mars sl. Tækist drengnum að fylla risastóran sal Hörpunnar og ná til gesta með tónlist sinni? Hann stóð undir væntingum, Harpan var nánast full og gífurleg stemming frá fyrsta tóni til hins síðasta. Frábær hljómsveit og Júníus brást ekki og útkoman einstakir tónleikar sem lifa í minningunni á meðan einhver týra er í kollinum. Það var sterk upplifun að fá lögin sem hafa heillað, Signals, Color Decay og Ain’t gonna let it Down beint í æð og hafa glatt milljónir á síðustu árum. Um var að ræða útgáfutónleika plötunnar Guru sem kom út í október. Eru þetta metnaðarfyllstu og stærstu tónleikar sem Júníus hefur haldið hingað til. Fór hann yfir allan ferilinn í bland við lög af nýju plötunni. Júníus hefur gefið út þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. Vinsælasta lag hans á Spotify er Signals sem rúmlega 12 milljónir hafa hlustað á og mánaðarlega hlusta rúmlega 320 þúsund manns á lögin hans. Hans fyrsta lag, Color Decay sem kom út árið 2014 náði heimsathygli og sýndi hvers vænta mátti. Júníus fékk góða gesti til liðs við sig, KK og Bríeti sem tóku sitt hvort lagið með Júníusi og var útkoman frábær. Gestir voru vel með á nótunum og Júníus er ekki bara einstakur tónlistarmaður. Hann er líka sögumaður af Guðs náð sem kryddaði kvöldið. Hljómsveitina skipuðu tónlistarmenn í fremstu röð og sönghópurinn Kyrja átti sinn þátt í að gera kvöldið ógleymanlegt. Gestir voru vel með á nótunum frá fyrsta tóni til hins síðasta. Fögnuðu hverju lagi og heimtuðu aukalög. Tónleikarnir stóðu hátt í þrjá tíma og aldrei var slegið af og allir með bros á vör að þeim loknum. Frostið beit þegar út var komið en það skipti engu því Eyjahjartað var að springa úr stolti og færði yl til allra taugaenda. Já, okkar maður, Unnar Gísli stóð fyrir sínu og vel það sem er viðurkenning fyrir Vestmannaeyjar. Okkar maður að standa sig á heimsvísu. HLJÓMSVEIT: Júníus Meyvant – Söngur, hljómborð, gítar, Kjartan Hákonarson – Trompet, Kristófer Rodriques – Trommur, Óskar Guðjónsson – Saxófónn, Rubin Pollock – Gítar, Samúel Jón Samúelsson – Básúna, Tómas Jónsson – Orgel og Örn Eldjárn – Bassi. Ómar Garðarsson kynnt betur þegar nær dregur. Hver listamaður kemur fram tvisvar á tveimur mismunandi stöðum í 30- 40 mínútur í senn. Kvöldið skiptist niður í þrjú tímahólf þannig að hver tónleikagestur á því að ná að sjá þrjú atriði frá upphafi til enda.“ Tónleikagestir frá armband og það verður dyravörður á hverjum stað og hver staðsetning kemur til með að hafa hámarksfjölda gesta. „Ég sé þetta þannig fyrir mér að það væri sterkur leikur að fara kannski út að borða á undan eða í einn drykk einhvers staðar en vera með 2-3 bjóra í bakpoka. Síðan væri ég búinn að ákveða hvaða listamenn ég ætlaði að reyna að sjá og hvenær. Ég myndi reyna að mæta þangað tímanlega, ef það væri fullt þá þyrfti ég bara að skoða hvað annað væri í nágrenninu og rölta mér þangað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og held að Eyjamenn eigi eftir að kunna að meta þetta.“ Munur á tónleikum og teiti Hann segir þá líta á þetta sem ákveðna tilraun og pælingin hafi vera að rúlla boltanum af stað og sjá hvað gerist, þetta hafi ekki verið ofhugsað. „Auðvitað geti komið upp einhver mál sem þarf að leysa og aðstæðurnar vissulega vera sérstakar. Eyjamenn eru stemmningsfólk og vilja hafa gaman. Fólk þarf samt að vera meðvitað um það að tónleikar og partý er ekki það sama. Það er enginn að fara að hlamma sér í sófann með snakkskál og sitja þar næstu fjóra tímana. Tilgangurinn er að kíkja í bæinn og rölta svo á næsta stað. Kannski hittir þú einhvern hressan á leiðinn og slæst í för með honum eða ferð þangað sem hann var að koma.“ Allir sögðu já Það er í mörg horn að líta en Gummi segir regluverkið sem snýr að tækifærisleyfum eins og þessum falla illa að heimahúsum. „Það er margt sem við þurfum að standa skil á eins og brunavarnir og salerni og annað sem fylgir því að selja miða á tónleika. Við ætlum bara að gera allt rétt og standa skil á okkar og stilla kompásinn rétt, enda stefnum við á að þetta verði árlegur viðburður.“ Aðspurður um val á tónleikastöðum þá sagði Gummi það ekki hafa verið mjög flókið. „Við lögðumst yfir kort af miðbænum og settum upp ákveðinn óskalista yfir húsnæði sem okkur fannst spennandi. Við höfðum svo samband við húsráðendur og það varð eins og við manninn mælt að allir sem við höfðum samband við sögðu já.“ Gummi vildi að endingu þakka áðurnefndum samstarfsaðilum fyrir þeirra aðkomu að þessu uppátæki og þá sérstaklega húsráðendum sem opna stofur sínar og sagði það væri full ástæða fyrir tónleikagesti að hlakka til þess sem koma skal. Einstakir tónleikar Júníusar Meyvants í Hörpu: Stóð fyrir sínu og vel það

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.