Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 4
4 | | 9. nóvember 2023 Leikur spýtukarlinn Gosa E Y J A M A Ð U R I N N Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir leikritið um spýtu- strákinn Gosa 10. nóvember næstkomandi í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Gosi verður sýndur alla laugar- og sunnudaga fram í desember og hefjast sýningar klukkan 15:00 þá daga. Elí Kristinn Símonarson leikur Gosa sem er mjög viðeigandi þar sem Gosi er eitt af hans uppáhalds ævintýrum. Elí Kristinn er því Eyjamaðurinn. Fullt nafn: Elí Kristinn Símonar- son. Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Elín Sigríður Björnsdóttir og Sím- on Þór Eðvarðsson. Systkini mín eru Aron Máni og Elsa Sigrún. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Nei. Mottó: Vera jákvæður og líta alltaf á björtu hliðarnar í lífinu. Síðasta hámhorfið: Sjónvarps- þættirnir The Twilight Zone með Bjössa afa. Uppáhalds hlaðvarp? Bíóblaður. Aðaláhugamál: Kvikmyndir, tónlist og mannkynssaga. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Horfa á skemmtilegt efni í tölv- unni og hlusta á tónlist. Hvað óttast þú mest: Ólæknandi sjúkdóma. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Ég elska Hard Rock og Hea- vy Metal. Uppáhalds hljómsveitin mín er Iron Maiden. Hvaða ráð myndir þú gefa 16 ára þér sem veganesti inn í lífið: Vertu jákvæður í lífinu og ánægður með það sem þú hefur. Hvað er velgengni fyrir þér: Að vera góð og heilbrigð manneskja. Hvenær byrjaðir þú í leikfélaginu? Árið 2018 þegar ég tók þátt í Glanna glæp í Latabæ. Hvaða hlutverk hefur staðið upp úr? Hlutverk mitt sem Nenni Níski í leikritinu Glanni Glæpur í Latabæ. Áttu einhverja skemmtilega sögu úr leikhúsinu? Kannski ekki skemmtisaga en mér finnst mjög eftirminnilegt þegar við fengum að sýna Rocky Horror í Þjóðleik- húsinu núna í júní á þessu ári. Það var mikil upplifun að fá að koma fram á stóra sviðinu þar. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið? Hann hefur gengið mjög vel. Hópurinn er mjög skemmti- legur og við vinnum vel saman. María leikstjórinn okkar er líka svo frábær að vinna með. Hvernig er Gosi? Gosi er forvitinn og svolítið óhlýðinn spýtustrákur sem leiðist í vafasöm ævintýri. En Gosi lærir svo á reynslunni og kemur sterkari drengur til baka. Eitthvað að lokum? Gosi er eitt af mínum uppáhalds ævintýrum og finnst mér alveg frábært að hafa fengið þetta hlutverk. Ég vil hvetja alla til að koma í leikhúsið og sjá ævintýrið um Gosa. Ég lofa frábærri sýningu og skemmtun fyrir fullorðna og börn. E L Í K R I S T I N N S Í M O N A R S O N Elí Kristinn í hlutverki Gosa. ALLT FYRIR IÐNAÐAR- MANNINN Strandvegi 30 | s . 481 1475 | w w w.midstodin. is | midstodin@midstodin. is | /midstodin -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.