Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2023, Blaðsíða 6
6 | | 9. nóvember 2023 Það hefur hver stórviðburðurinn rekið annan í Höllinni síðustu vikurnar annars vegar í boði Vinnslustöðvarinnar 21. október og svo Ísfélagsins þann 4. nóvember. Stuðmundur og Partýrútan slóu í gegn „Þetta tókst allt mjög vel hjá okkur eins og við var að búast,“ sagði Eyþór Harðarson hjá Ísfé- laginu um árshátíðina um liðna helgi. „Við gerðum góðan dag úr þessu það var hérna slatti af stjórnendum frá gamla Ramma, nýir samstarfsfélaga frá Þórshöfn, Siglufirði og Akureyri um 20 manna hópur sem átti hér góðan vinnudag með okkur áður en fjörið byrjaði. Árshátíðin gekk svo mjög vel og allt eins og best verð- ur á kosið enda ekki við öðru að búast þegar Stuðmundur skemmt- anastjóri tekur sig til og heldur partý.“ Þar á Eyþór við Guðmund Jóhann Árnason verkefnastjóra hjá Ísfélaginu. „Það var gam- an hvað bæjarbúar mættu vel á ballið með okkur.“ Ísfélagið bauð upp á þá nýjung að bjóða upp á partýrútu sem gekk um bæinn á ók fólki á ballið og segir Eyþór því uppátæki hafa verið vel tekið. Stöðvarnar buðu upp í dans Góðir gestir á frábæru kvöldi „Við erum virkilega ánægð hvernig til tókst hjá okkur þetta var okkar stærsta árshátíð til þessa,“ sagði Lilja Arngrímsdóttir hjá Vinnslustöðinni aðspurð um árshátíðina en um 360 manns sóttu samkomuna á vegum félagsins „Það var gaman að hafa með okkur starfsfólk þeirra félaga sem VSV á, en þar má nefna Hafnareyri, Marhólma, Leó- og Iðunni Seafood og svo Hólmasker í Hafnarfirði. Þetta var frábært kvöld maturinn frá Einsa Kalda var í sérflokki og skemmtiatriðin af betri gerðinni. Eins og venjan er buðum við öllum bæjarbúum að koma og gleðjast með okkur á ballinu eins og við höfum gert síðustu 20 árin eða svo. Ég vill bara þakka öllum kærlega fyrir skemmtilegt kvöld,“ sagði Lilja að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.